Skírnir - 01.04.1999, Side 73
SKÍRNIR ÞEGAR ÍSLENDINGAR URÐU FORFEÐUR ÞJÓÐVERJA
67
fyrst muni opinberast fyrir okkur innihald þessa sígilda vísdóms:
„Dýrkun á hetjuskap og orðstír á ekki síður djúpar rætur í
mannssálinni en tilbeiðsla náungakærleika og himnaríkis“ (s. 94-
95). Enginn vafi leikur á að hér er Neckel, eins og svo margir
samtímamenn hans, undir áhrifum frá Friedrich Nietzsche, upp-
gjöri hans við kristnina og aðdáun á heiðnu siðferði.53
Menningarsvartsýni sér einnig stað í Germanskri hetjulund.
Þegar Neckel hefur lýst hetjuskap frammi fyrir dauðanum sem
horfinni „þjóðarvisku“ tekur hann fram að ekki aðeins kristin trú
heldur líka „borgarlíf“ hafi beygt og umskapað siðferðið. Hann
kvartar undan því að í evrópskri nútímamenningu sé maðurinn
settur skör lægra en markmið hans, „hið nytsamlega og arðbæra“
standi „okkar tíðaranda nær en hið fagra og mikla“. Því hafi
heiðnir germanir verið betri „húmanistar“ en nútímamenn, hjá
þeim hafi ríkt „hrein hetjudýrkun" hvort sem var í sigri eða
ósigri, þeir hafi metið manneskjuna á eigin forsendum (s. 21-22).
Ekki er annað að sjá en Neckel hafi hér talað fyrir munn for-
lagsins því að um sama leyti og herpóstsheftið varð til bað
Diederichs hann að gera úr því stærra verk um „heiðna ger-
mani“.54 Forleggjarinn vonaðist til að geta á þann hátt komið efni
Thule inn í skólana þar sem það gæti nýst til að móta ungu
kynslóðina.55 Hugmyndin um að stappa stálinu í þjóð og her með
hjálp íslenskra fornkappa varð vitaskuld til „í hita leiksins“ en
heilum áratug síðar var Diederichs enn sannfærður um að einmitt
á stríðstímanum hefði Thule átt sérstakt erindi við þjóðina. Hana
hefði hins vegar skort „sjálfshyggð“ (Selbstbesinnung) og eins
hefðu skömmtunaryfirvöld vanrækt að úthluta pappír til verka
sem miðuðu að andlegri uppbyggingu þjóðarinnar.56 Ofugt við
Varúlfinn, metsölubók Hermanns Löhns um herskátt kyn þýskra
53 Um hugmyndir Nietzsches og rangtúlkun þeirra í þágu þýskrar þjóðernis-
hyggju sjá Arthúr Björgvin Bollason: Ljóshærða villidýrið, s. 38-39, 57-62.
54 E. D. til Friedrichs von der Leyen, 9. feb. 1915. Leben und Werk, s. 255-56.
55 E. D. til Neckels, 8. feb. 1915. Leben und Werk, s. 255. Andreas Heusler var
líka hæstánægður með herpóstsheftið, jafnvel tveimur áratugum síðar.
Heusler til Ranisch, 11. mars 1938. Briefe, s. 635-38, hér 635.
56 Eugen Diedericbs. Der deutsche Buchhandel in Selbstdarstellungen 2/1.
Leipzig 1927, s. 55.