Skírnir - 01.04.1999, Page 79
SKÍRNIR ÞEGAR ÍSLENDINGAR URÐU FORFEÐUR ÞJÓÐVERJA
73
germanir heilsteyptari manngerðir en suðlægari þjóðir að mati
Neckels: hér í norðrinu ríki „hlédrægni" og „yfirvegað látbragð“,
þar í suðrinu „ræðukúnstir og málgleði“, hér skipti merkingin
meira máli en orðin, þar gnæfi „formið yfir innihaldið“ (s. iii).
Neckel fer ekki í launkofa með áhuga sinn á mannkynbótum.
Hann fræðir lesendur um að germanir hafi verið „hreinn kyn-
stofn“ með mjög „heilsteyptan kynbrag", mótaðir af norrænni
náttúru og loftslagi og afkomendur þeirra í nútímanum séu einn
„mótaðasti kynþátturinn" (s. ii). Kynhreinustu germanir nútím-
ans búi í Norðvestur-Þýskalandi og uppsveitum Svíþjóðar. Þegar
Neckel talar um sögulega „endurgermaníseringu", þ.e. að germ-
anskt blóð hafi orðið ríkjandi á ný eftir hnignunarskeið (s. iii),
gefur hann til kynna að slík þróun sé eftirsóknarverð í samtíð-
inni.
Neckel slær á svipaða strengi í formála sínum að Snorra-Eddu
sem út kom skömmu síðar. Hann er ekki í neinum vafa um að
þrátt fyrir viss klassísk áhrif hjá skrásetjara ríki „germanskur
andi“ í verki Snorra, enda sé íslensk sagnalist í eðli sínu „al-
germönsk“ (rein germanisch).71 Þó er sem honum þyki sum goð
germanskari en önnur. Þannig sér hann í Ása-Þór „fyrirmyndar-
germana, hörkutól og heiðursmann“ en í Magna, syni hans og
eftirmynd föður síns, sönnun þess að mikilvægi erfða og þar með
ójöfnuðar mannanna hafi verið viðurkennt til forna (s. 34-35).
Óðinn fær ekki einkunnina „fyrirmyndargermani" en slægð hans
í viðureign við jötna kennir okkur þó, að mati Neckels, að virða
hugmyndir Macchiavellis um furstann sem verður að vera hafinn
yfir allt siðferði til að geta varið ríki sitt (s. 29).
Þessi nýja og herskáa kynning á Thule-útgáfunni var tímanna
tákn. Hún bar menningarlegri kynbótastefnu Diederichsforlags-
ins vitni og endurspeglaði harðari tón í þýskri menningarum-
ræðu. Viss kynslóðaskipti höfðu átt sér stað meðal aðstandenda
útgáfunnar. Heusler, sem fluttur var inn í hús sitt „Thule“ í
nágrenni Basel í Sviss, kom lítið nálægt útgáfunni eftir 1920. Eft-
71 Die jiingere Edda mit dem sogenannten ersten grammatischen Traktat. Thule
20. Gustav Neckel og Felix Niedner þýddu (Neckel ritaði formála). Jena 1925,
s. 44.
L