Skírnir - 01.04.1999, Side 81
SKÍRNIR ÞEGARISLENDINGAR URÐU FORFEÐUR ÞJÓÐVERJA
75
Nokkuð aðra mynd gefur skoðanakönnun sem Diederichs
stóð fyrir á vordögum 1930 í tilefni þess að Sturlunga saga var
komin út og Thule-ritröðinni þar með lokið. Hann notaðist ekki
við slembiúrtak heldur valdi 107 menn sem flestir voru þekktir í
þýsku þjóðlífi. A meðal þeirra voru margir sem líklegir voru til
að fara lofsamlegum orðum um útgáfuna, svo sem germanistar,
höfundar á samningi hjá forlaginu og ritstjórar hægri- og þjóð-
ernissinnaðra tímarita. Einnig voru meðal aðspurðra „hlutlaus-
ari“ hópar, svo sem sendiherrar Þýskalands á Norðurlöndum og
borgarstjórar Hansaborganna, ritstjórar stórra dagblaða, uppeld-
isfræðingar og guðfræðingar. Loks voru fjórir ráðherrar í úrtak-
inu, þar á meðal ríkiskanslarinn Heinrich Bruning.76 I könnun-
inni er bent á að Alþingishátíð Islendinga standi fyrir dyrum og
er Thule-útgáfan sögð „framlag“ til hennar. Spurningin sem lögð
var fyrir þátttakendur ber ekki aðeins vott um metnað Diederichs
fyrir hönd útgáfunnar heldur lýsir hún sjálfsskilningi hans sem
uppalanda þjóðar sinnar: „Hvaða þýðingu hefur Thule fyrir þró-
un þýsks anda til framtíðar?"77
Tæpur helmingur aðspurðra virðist hafa svarað en 46 svör
voru síðan birt (í heild eða að hluta) í kynningarbæklingi78 sem
sendur var til allra stærri dagblaða Þýskalands og „leiðandi er-
lendra blaða“.79 Síðar birtust 30 þessara svara í forlagstímaritinu
Der Diederichs Löwe.w Svörin eru einstök heimild um viðtöku-
7.000, Laxdœla saga og Vier Skaldengeschichten (Gunnlaugs saga ormstungu
o.fl.) 5.000.
76 EDVA, Akzidenzen, 1. júlí 1929 - 30. júní 1930: „Zur ‘Thule’ Umfrage wur-
den eingeladen:“, ódagsett.
77 „ Welche Bedeutung hat ‘Thule’ fur die Entwicklung deutschen Wesens zur
Zukunft.“ EDVA, Akzidenzen, 1. júlí 1929 - 30. júní 1930: E. D. til N. N., 26.
apríl 1930.
78 EDVA, Akzidenzen, 1. júlí 1929 - 30. júní 1930: „Die Jahrtausendfeier Islands
am 26. Juni und ‘Thule’. Welche Bedeutung haben beide fur Deutschland?
Eine Umfrage“, [26. maí 1930] (hér eftir: JI).
79 EDVA, Akzidenzen, 1. júlí 1929 - 30. júní 1930: Óundirritað bréf frá 7. júní
1930. Svo er að sjá að ekki fleiri en 50 hafi svarað því þetta þakkarbréf var að-
eins fjölfaldað í 50 eintökum.
80 „Die Jahrtausendfeier Islands am 26. Juni und ‘Thule’. Welche Bedeutung
haben beide fur Deutschland? Eine Umfrage." Der Diederichs Löwe, 4/2
(1930), s. 93-105. Vísað verður í Diederichs Löwe ef svarið er bæði þar og í
bæklingi (hér eftir: DL).