Skírnir - 01.04.1999, Síða 88
82
ÓSKAR BJARNASON
SKÍRNIR
Ottós mikla, Lúters og Bismarks og auðvitað kappanna í Thule.
Slíkur vilji komi „einna best fram í síðustu raun mannsins, á
dauðastundinni, því einnig hin deyjandi hetja sannar sig og sína
ætt“. Að lokum ráðleggur Vogt lesendum: „Vilji okkar á líka að
birtast á þennan hátt“ (JI, s. 4-5). Kenning Vogts er dæmigerð
fyrir andskynsemishyggjuna: tilfinningin er sterkari og æðri
hugsuninni, innri nauðsyn stýrir giftusamlegar en rökrænt val.
LFppeldisfræðingurinn Franz Schnaí? er aftur á móti meðal þeirra
sjö sem vilja halda hlífiskildi yfir klassíkinni. Hann vill vita af
Herkúlesi, Ödipusi, Ódysseifi og Penelópu við hlið Njáls, Grett-
is, Egils, Guðrúnar og Auðar í hetjusafni þýskrar æsku (JI, s. 24).
Hinn frjálslyndi Heuss tekur í sama streng: „Um leið og við lít-
um til sagna norðursins megum við ekki hrista úr vitundinni hina
klassísku en þó síungu menningu Miðjarðarhafsins" (JI, s. 4).
Gagnrýnisraddir
Heuss er meðal fárra sem leyfa sér að mótmæla germana- og
Thule-dýrkun þeirri sem Diederichs stóð fyrir. Hann skopast á
lúmskan hátt að sjálfri spurningu forleggjarans: „Hvað þekking á
forníslenskri menningu gæti þýtt fyrir ‘þróun þýsks anda til
framtíðar’? Að svara þessari spurningu krefst meiri áræðni til
djúpviturra spádóma en ég bý yfir.“91 Heusler hafði þegar á styrj-
aldarárunum haft áhyggjur af vaxandi þjóðernishroka og falshug-
myndum um fornþýskt eða svonefnt „gotneskt" eðli. Þýskri
menningu yrði það aðeins fjötur um fót að hafna erlendum
straumum.92 Hann hafði, þegar hér var komið sögu, búið í Sviss í
91 Sjá framar. Ef til vill var það einkum vegna gamallar vináttu við eiginkonu
Diederichs, Lulu von Straufi und Torney-Diederichs, að Heuss tók þátt í
könnuninni. í æviminningum sínum Erinnerungen 1905-1933 (Tiibingen
1963, s. 214), vottar hann menningarlegri bókaútgáfu Diederichs virðingu sína
en lýsir um leið óbeit á því hvernig yfirborðsrómantík og sölumennska sam-
einuðust í fari forleggjarans. Auk þess taldi hann Die Tat til þeirra tímarita
sem ruddu Hitler veginn óafvitandi, með því að blanda rómantík saman við
stjórnmál og boða sérstaka „þýska" stjórnskipun. Sami: Bilder meines Lebens.
Túbingen 1964, s. 98-99.
92 Heusler til Ranisch, 25. feb. 1917. Briefe, s. 410-14, hér 413.