Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 98
92
PLATON
SKÍRNIR
samlegt fæði, og einhver talar best, greinir þá einhver einn
þann sem talar best, og einhver annar þann sem talar illa, eða
er það sá sami?
Jón: Mér sýnist það augljóslega vera sá sami.
Sókrates: Hver er hann? Hvað kallarðu hann?
Jón: Lækni.
Sókrates: Svo við segjum þá í höfuðatriðum að alltaf þegar menn
ræða sömu málin, þá gerir sá hinn sami sér grein fyrir hver tal-
ar vel og hver illa. Sömuleiðis, ef hann ber ekki kennsl á þann
sem talar illa, ber hann augljóslega ekki heldur kennsl á þann
sem talar vel, um sömu mál að sjálfsögðu.
Jón: Svo er.
Sókrates: Svo að sami maðurinn verður hæfur í hvoru tveggja?
Jón: Já.
Sókrates: Og segir þú þá ekki að bæði Hómer og hin skáldin, þar
með taldir Hesíodos og Arkilokkos, tali um sömu hluti en
ekki á sama hátt, heldur einn vel en aðrir illa?
Jón: Jú, og það segi ég réttilega.
Sókrates: En er ekki svo, að ef þú greinir þann sem talar vel, þá
gætirðu líka greint þá sem tala verr?
Jón: Jú, líklega.
Sókrates: Nú þá skjátlast okkur ekki, minn kæri vinur, um að Jón
sé jafn vel að sér um Hómer og um hin skáldin, þar sem hann
sjálfur hefur jú samþykkt að hann sé verðugur dómari allra
þeirra sem tala um sömu hluti, og að næstum því öll skáldin
yrki um það sama.
Jón: En hver gæti þá ástæðan verið, Sókrates, fyrir því, að hvenær
sem einhver talar um önnur skáld, þá er ég hvorki fær um að
einbeita mér né að leggja nokkurt orð í belg af viti. Ég hrein-
lega dotta. En þegar einhver minnist á Hómer, hrekk ég strax
upp og næ einbeitingu, og hef nóg að segja?
Sókrates: Það er ekki erfitt að geta sér þess til félagi. Heldur er
öllum ljóst að þú ert ekki fær um að tala um Hómer af list og
þekkingu. Því ef þú værir fær um að tala um hann af list, þá
gætirðu einnig talað um öll hin skáldin. Því skáldskaparlistin
er heild, ertu ekki sammála mér?