Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 99
SKÍRNIR
93
JÓN
Jón: Jú.
Sókrates: Nú og taki einhver hvaða aðra list sem er í heild, er þá
ekki sami hátturinn á athugunum um allar listir? Þarftu frek-
ari útskýringa við frá mér til þess að skilja hvað ég á við, kæri
Jón?
Jón: Já, það veit guð, Sókrates, svo sannarlega. Því ég hef gaman
af því að hlusta á ykkur spekingana.
Sókrates: Ég vildi óska að þú hefðir rétt fyrir þér, Jón. En það
eruð þið, kvæðaþulirnir og leikararnir og höfundar kvæðanna
sem þið flytjið, sem eruð spakir, en ég segi ekkert annað en
sannleikann, eins og venjulegum manni er tamt. Því athugaðu
það sem ég var að spyrja þig um; hversu lítilfjörlegt, einfalt og
auðskilið öllum það er; að um sömu hugleiðingar er að ræða
þegar fjallað er um listgrein í heild sinni. Svo við skulum at-
huga þetta með þessum hætti: Málaralistin er einhvers konar
list í heild sinni?
Jón: Já.
Sókrates: Og nú hafa verið til og finnast enn margir málarar, bæði
góðir og slæmir?
Jón: Mikið rétt.
Sókrates: Hefurðu nokkurn tíma séð einhvern sem getur sýnt
fram á hvað Polygnotos Agláfonsson6 málar vel eða illa, en er
gagnslaus hvað varðar aðra málara? En þegar einhver sýnir
honum verk annarra málara, dottar hann og er alveg utan-
gátta, og hefur ekkert til málanna að leggja. Þegar hann svo
þarf að segja skoðun sína varðandi Polygnotos, eða hvaða
einn málara sem þú vilt taka sem dæmi, að þá vaknar hann til
lífs, einbeitir sér og lætur gamminn geisa?
Jón: Það hef ég ekki, hjálpi mér guð, aldrei nokkru sinni.
Sókrates: En hvað? Hefurðu nokkru sinni orðið var við einhvern
í höggmyndalistinni sem getur útskýrt hvaða verk Dædalos
Metíonsson eða Epejos Panópeifsson eða Þeódoros frá Sam-
os,7 eða hvaða annar myndhöggvari sem er, hefur gert vel, en
6 Frægur málari frá Þasos, skreytti byggingar í Aþenu um 470 f.Kr.
7 Dædalos var í goðsögum sagður hafa gert styttur fyrir Mínos konung á Krít.
Hann er oft nefndur fyrsti myndhöggvarinn. Epejos var sá sem smíðaði hinn