Skírnir - 01.04.1999, Page 101
SKÍRNIR
95
JÓN
er því ekki af list sem söguljóðaskáldin11 yrkja öll þessi fallegu
kvæði, heidur vegna þess að þau eru innblásin og sömuleiðis
öll góðu Ijóðrænu12 skáldin. Rétt eins og Korybantarnir13 eru
ekki með sjálfum sér þegar þeir dansa, þannig eru lýrísku
skáldin ekki heldur með sjálfum sér þegar þau yrkja þessi fal-
legu ljóð, heldur umturnast þau og verða innblásin þegar þau
vinda sér í lagið og taktinn, líkt og Bakkynjurnar14 eru inn-
blásnar og ekki með sjálfum sér þegar þær ausa hunangi og
mjólk úr fljótunum. Þetta gerir sál ljóðrænu skáldanna líka, að
þeirra eigin sögn. Því skáldin segja okkur, að ég held, að þau
tíni söngvana sem þau flytja okkur úr hunangsfljótandi upp-
sprettum í görðum og lendum sönggyðjanna líkt og býflugur,
og komist á flug eins og þær.15 Og þau segja satt. Því skáldið
er eitthvað létt, vængjað og guðdómlegt, og getur ekki ort fyrr
en það verður innblásið og glórulaust og hugurinn býr ekki
lengur í því; sérhverjum manni er nefnilega gjörsamlega
ókleift að fara með kvæði eða spá á meðan hann heldur þessari
eign. Þar sem það er nú ekki af list sem menn yrkja, eða tala
mikið og fallega um mannanna verk, eins og þú um Hómer,
heldur fyrir guðlega forsjón, þá er hver og einn einungis fær
um að gera vel það eitt sem sönggyðjan hvetur hann til að
gera; einn fer vel með drykkjusöngva, annar lofkvæði, annar
danskvæði, annar söguljóð og enn annar spottsöngva.16 En
hver og einn þeirra er illa að sér í öðrum hlutum. Þess vegna
segja þeir þetta ekki af list heldur af guðlegum krafti, því ef
11 Söguljóð er þýðing á epík, sem voru langir kvæðabálkar, eins og kviður Hóm-
ers.
12 Ljóðrxn er þýðing á lýrísk, og Ijóð þýðing á lýrík.
13 Prestar Reu, móður Seifs. Þeir dýrkuðu hana í algleymingi í villtum dansi og
tónlist.
14 Bakkusardýrkendur voru forverar Korybantana, og dýrkuðu Díonýsos í villt-
um dansi, og notuðu vín til að komast í algleymisástand.
15 Líkingin um garða sönggyðjanna er sótt til Pindars, Ólympísku óðanna 9, 26-
27, en líkingin við býflugu er sótt til Aristófanesar í Fuglana, 748-51.
16 Drykkjusöngvar er þýðing Kristjáns Árnasonar á diþyrömbum. Diþyrambar
voru kvæði sungin af kór til heiðurs Díonýsosi. Lofkvæði voru flutt til heiðurs
mönnum, sérstaklega sigurvegurum í orustum eða leikum. Danskvæði er af-
brigði af lýrík fyrir kór. Spottkveðskapur er einnig þýðing Kristjáns Árnason-
ar á jambískum kveðskap, en hann var yfirleitt háðskveðskapur (satírískur).