Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 102
96
PLATON
SKÍRNIR
þeir lærðu aí listinni að tala fallega um eina skáldskapargrein,
þá gætu þeir einnig talað um allar hinar. Þess vegna sviptir
guðinn þá skynseminni og notar þá sem þjóna, eins og hann
notar bæði spámenn og sjáendur guðanna, til að við sem hlýð-
um á, sjáum að það eru ekki þeir sem eru firrtir skynseminni,
sem mæla þessi mikilsverðu orð, heldur er það guðinn sjálfur
sem talar, og hann talar til okkar í gegnum þá.
Þessum orðum til sönnunar er Tynnikkos frá Kalikis,17
sem hafði aldrei nokkurn tíma áður ort kvæði sem gæti talist
eftirminnilegt. En síðan orti hann Apollonskvæði18 sem allir
syngja, líklega eitthvert allra fallegasta ljóð sem til er, sem
hann einfaldlega sagði sjálfur að væri „nokkurs konar himna-
sending sönggyðjanna".
Mér virðist að með þessu sýni guðinn okkur, til að við ef-
umst ekki, að þessi fallegu kvæði eru ekki mannleg eða mann-
anna verk, heldur guðleg og verk guðanna. En skáldin eru
ekkert annað en túlkendur guðanna, og eru innblásin þannig
að sérhvert er innblásið af einum guði. Til að sýna fram á
þetta söng guðinn einfaldlega fallegustu lýríkina gegnum
minnsta skáldið. Eða virðist þér ég ekki fara með rétt mál,
Jón?
Jón: Jú, svo sannarlega, hjálpi mér guð. Einhvern veginn snertirðu
sál mína með orðum þínum, Sókrates, og mér virðist að góð
skáld túlki þetta frá guðunum fyrir okkur af guðlegri forsjón.
Sókrates: Nú og þið kvæðaþulirnir túlkið aftur orð skáldanna?
Jón: Það segirðu líka satt.
Sókrates: Svo þið verðið túlkendur túlkunar?
Jón: Einmitt.
Sókrates: Bíddu nú aðeins hægur, kæri Jón, og svaraðu mér þessu
og ekki draga neitt undan um það sem ég spyr þig um. Þegar
þér mælist vel og þegar þú heillar áheyrendur sem mest, ann-
aðhvort þegar þú syngur um Odysseif, þegar hann stekkur
inn um dyragættina, birtist vonbiðlunum, og varpar örvunum
við fætur sér, eða um Akkilles sem ræðst að Hektori, eða um
17 Lítið sem ekkert er vitað um þetta skáld, nema að Æskylos var hrifinn af því.
18 Kvæði sungin til heiðurs Apollon.