Skírnir - 01.04.1999, Page 106
100
PLATON
SKÍRNIR
Jón: Já.
Sókrates: Alyktar þú þá, eins og ég, og kallar eina list eitt og aðra
eitthvað annað, þegar þekkingin varðar ólíka hluti?
Jón: Já.
Sókrates: Því ef einhver þekking væri þekking á sömu hlutunum,
hvernig gætum við sagt eina vera eitt og aðra eitthvað annað,
þegar maður vissi það sama af báðum? Rétt eins og ég veit að
fingurnir eru fimm, og þú eins og ég veist það sama um þá. Ef
ég svo spyrði þig, hvort við vissum þetta sama af sömu reikn-
ingslistinni, eða einhverri annarri, segðir þú líklega að það
væri af hinni sömu.
Jón: Já.
Sókrates: Svaraðu mér þá núna því sem ég ætlaði að spyrja þig að
rétt áðan, hvort þér virtist því þannig farið um allar listir, að
við hljótum að þekkja það sama af sömu list, en það sem ekki
er hið sama af annarri. Heldur hljótum við líka að þekkja eitt-
hvað annað, úr því listin er önnur?
Jón: Svo virðist mér, Sókrates.
Sókrates: Svo sérhver sá sem ekki kann tökin á einhverri list, get-
ur ekki svo gjörla þekkt það sem er sagt eða gert í þeirri list?
Jón: Satt segirðu.
Sókrates: Hvort myndir þú eða ekill vita betur hvort Hómer segir
rétt frá eða ekki í þessum línum sem þú fluttir.
Jón: Ekillinn.
Sókrates: Væntanlega vegna þess að þú ert kvæðaþulur, en ekki
ekill?
Jón: Já.
Sókrates: Og list kvæðaþularins er önnur en list ekilsins?
Jón: Já.
Sókrates: Og ef hún er önnur, þá er hún líka þekking á öðrum
hlutum?
Jón: Já.
Sókrates: En hvað um það þegar Hómer segir frá því að Heka-
meda, frilla Nestors, gefi særðum Mákoni heilsudrykk að
drekka? Og hann segir eitthvað á þessa leið:23
23 II. 11.639-40. Tilvitnun Platons hér er ekki alveg rétt, en ekki svo ónákvæm að