Skírnir - 01.04.1999, Page 107
SKÍRNIR
101
JÓN
I þessu drykkjarkeri bjó hún til hrœring, hin gybjumlíka
kona, af pramnisku víni, skófþar út ígeitarost með eirsköfu og
sáðiþar yfir hvítu byggmjöli.
Og hvort er það á sviði læknislistarinnar eða kvæðaþular-
ins að greina hvort þetta sé réttilega sagt eða ekki hjá Hómer?
Jón: Það er á sviði læknislistarinnar.
Sókrates: En hvað um það þegar Hómer segir:24
En hún rann niður í djúpið, sem blýsakka, sú er fest er við
forsendu, og fer til að færa fiskunum bana, hráœtunum.
Hvort eigum við að segja að það sé verkefni fiskimanns-
listarinnar eða listar kvæðaþularins, að dæma um hvað Hómer
segir og hvort honum mælist vel eða ekki?
Jón: Það er augljóslega fiskimannsins, Sókrates.
Sókrates: En athugum nú, ef þú værir að spyrja mig, og legðir
fyrir mig eftirfarandi spurningu: „Nú, Sókrates, þar sem þér
hefur tekist að greina það í Hómer sem á við um sérhverja
þessara lista, finndu þá líka út fyrir mig hvað á við um spá-
manninn og spádómslistina. Hvers lags það er, sem hann á að
vera fær um að dæma, hvort það er vel eða illa gert?“ Þá skaltu
sjá hversu auðveldlega og sannlega ég myndi svara þér. Því
hann talar nefnilega um þetta á mörgum stöðum í Odysseifs-
kviðu, til dæmis þar sem Þeóklýmenos, spámaður af ætt
Melamposar, segir við vonbiðlana:25
Vesœlir menn, hvaða óhamingja er það, sem að yður geng-
ur? Höfuð og ásjánir yðar og kné eru myrkri hulin; harma-
kvein rísa upp, og kinnar yðar vökna af tárum; forstofan og
forgarðurinn úir og grúir af vofum, sem fara vilja niður í
það skipti máli, nema fyrir textafræðinga. Makkán var sonur Asklepíosar og
læknir Grikkja við Tróju.
24 II. 24.80-82.
25 Od. 20.351-57. Melampos var sagður fyrsti dauðlegi maðurinn til að öðlast
spádómsgáfu. Platon sleppir línu 354. Henni er einnig sleppt hér úr þýðingu
Sveinbjörns. Fyrsta orðið, dæmoníoi, er ekki hjá Hómer, heldur annað orð,
deiloi, og á þeim er nokkur munur. Daimonioi er notað á ýmsa vegu en felur
alltaf í sér guðlegan kraft þeirra sem það er notað um, og yfirleitt í neikvæðum
skilningi, þ.e illur andi. Platon virðist hér taka sér skáldaleyfi til að herða á
hugmyndinni um guðlegan innblástur.