Skírnir - 01.04.1999, Page 109
SKÍRNIR
103
JÓN
Sókrates: Svo samkvæmt þínum orðum, þá fjallar list kvæðaþul-
arins ekki um allt, né heldur kvæðaþulurinn.
Jón: Allt nema kannski eitthvað slíkt, Sókrates.
Sókrates: Og þú segir að eitthvað slíkt sé eitthvað sem er næstum
allt nema viðfangsefni hinna listanna. En hvað þekkir hann, ef
hann þekkir ekki allt?
Jón: Það sem hæfir karlmanni að segja, að því er mér virðist að
minnsta kosti, það sem hæfir konu og þræli, frjálsum manni,
þegni og stjórnanda.
Sókrates: Ertu að segja að kvæðaþulur viti betur en skipstjóri
hvað stjórnanda skips úti á hafi, sem rekur í stormi, hæfi að
segja?
Jón: Nei, það veit skipstjórinn auðvitað heldur.
Sókrates: En veit kvæðaþulurinn betur en læknir hvað sá sem hef-
ur yfir sjúklingi að ráða, skuli segja?
Jón: Það er heldur ekki svo.
Sókrates: En þú segir að hann viti hvað hæfi þræli?
Jón: Já.
Sókrates: Til dæmis ef þrællinn væri smali, þá segirðu að kvæða-
þulurinn viti hvað skuli segja til að sefa æstar kýr, en ekki
smalinn?
Jón: Nei, alls ekki.
Sókrates: En hvað hæfir konu, sem er spunakona, að segja um
vinnslu ullarinnar?
Jón: Nei.
Sókrates: En veit hann hvað manni, sem er hershöfðingi, hæfir að
segja, þegar hann hvetur hermennina?
Jón: Já, slíkt veit kvæðaþulurinn.
Sókrates: En hvað? Er list kvæðaþularins hernaðarlist?
Jón: Að minnsta kosti myndi ég vita hvað hershöfðingja hæfir að
segja.
Sókrates: Nú, kannski ertu bara líka vel að þér í hernaðarlist, Jón!
Og ef svo vildi til að þú værir vel að þér í hestamennsku og
hörpuleik, þá myndirðu vita hvort hestum væri vel eða illa
stjórnað. En ef ég spyrði þig: „Af hvorri listinni, Jón minn,
veistu að hestunum er vel stjórnað, af þeirri sem hefur gert þig