Skírnir - 01.04.1999, Side 111
SKÍRNIR
105
JÓN
hershöfðingja. Ykkar heimaborg, eða heimaborg Spartverja,
myndi ekki velja mig hershöfðingja, vegna þess að þið teljið
ykkur vera hæfa til þess.
Sókrates: En elsku besti Jón, kannastu ekki við Apollodóros frá
Kyzikos?27
Jón: Hver er það?
Sókrates: Sá sem Aþeningar völdu oft sem hershöfðingja, þó að
hann væri útlendingur. Eða Fanosþenes frá Andros, eða
Herakleides frá Klazomenu,28 sem þessi borg gerði að hers-
höfðingjum eða öðrum stjórnendum, þó að þeir væru útlend-
ingar, eftir að þeir höfðu sýnt að þeir væru þess verðugir.
Hvers vegna skyldi hún þá ekki velja Jón frá Efesos sem hers-
höfðingja og virða hann, ef hann virðist vera þess verðugur?
Og hvernig er það, eruð þið Efesingar ekki aþenskir að upp-
runa,29 og er Efesos eitthvað verra en nokkuð annað borgríki?
Því ef þú, kæri Jón, segir satt um það að þú sért fær um að lofa
Hómer af list og þekkingu, þá breytir þú rangt, þar sem þú
hefur státað þig af því við mig, að þú vitir margt fallegt og
mikið um Hómer, og segist geta sýnt fram á það, og svíkur
mig og ert svo fjarri því að sýna það, þar sem þú vilt ekki segja
hvað það er sem þú ert góður í, þó að ég hafi áður lengi þrá-
faldlega beðið þig. Þú ert nákvæmlega eins og Próteifur,30 og
tekur á þig öll form, snýrð upp og niður, þar til að lokum þú
rennur mér úr greipum, en birtist svo sem hershöfðingi, til að
sýna ekki hve hæfur þú ert í visku Hómers.
Ef þú ert listfengur, eins og ég sagði áðan, og hefur lofað
mér sýningu í Hómer en svíkur mig, þá breytir þú ranglega.
En ef þú ert ekki listfengur, heldur innblásinn af guðlegri for-
sjón og segir margt og mikið fallegt um skáldið án þess að vita
nokkuð, eins og ég hef sagt um þig, þá breytirðu í engu rang-
27 Ekkert er vitað um þennan hershöfðingja.
28 Xenofon minnist á Fanosþenes. Um Herakleides er ekkert eða lítið vitað, og
þá ekki eftir öruggum heimildum.
29 Samkvæmt goðsögum var Efesus stofnuð af aþenskum prinsi, en hún var í
sambandi við Aþenu þar til hún gerði uppreisn árið 412 f.Kr.
30 Þræll Póseidons, sem gat tekið sér hvaða form sem hann vildi, og gerði það
iðulega til að forðast spurningar.