Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 114
108
PLATON
SKÍRNIR
um listaverk. Við gætum til dæmis sagt um rafvirkja sem leiðir rafmagn í
hús, að það sé listilega vel gert hjá honum. Gott dæmi um þennan víða
skilning á orðinu list er hinn þekkti rómverski málsháttur ars longa, vita
brevis (sem er reyndar upphaflega grískur). Hann hefur yfirleitt verið
þýddur á íslensku sem listin er löng en lífiö stutt, og þá oftast skilinn
þannig að listin sé eilíf en maðurinn dauðlegur. Málshátturinn merkir
raunar að listin (að matreiða, að leggja rafmagn í hús, að semja tónverk
og svo framvegis) er of yfirgripsmikil til að við getum lært hana til hlítar
á einni mannsævi.
2. kχos' og ev (kalos og eu)
Gríska orðið eu er atviksorð og þýðir vel. Þetta orð hefur í grískunni
fjölbreytta merkingu, getur bæði verið eitthvað sem er rétt eða fallegt
eða hvort tveggja. Islenska orðið vel felur báðar merkingarnar í sér.
Munurinn í grísku kemur berlega í ljós í tveimur dæmum úr þýðingunni.
Fyrst þegar Jón segir: „hve vel mér hefur tekist að fást við Hómer" (s.
90), í merkingunni hve fallega hann hefur farið með kvæðin. Hins vegar
þegar Sókrates segir: „gerir sá hinn sami sér grein fyrir hver talar vel og
hver illa“ (s. 92). Hér er samhengið annað, Sókrates er að velta því fyrir
sér hverjir eru vel að sér í tölum og hverjir ekki. Vandamálið er hins veg-
ar að Platon notar líka annað orð, kalos, sem hefur svipaða en þó
ákveðnari merkingu en eu. Lýsingarorðið /caAos' þýðir í raun fallegur, en
er líka notað yfir eitthvað sem er rétt eða satt. Atviksorðið KaXws' hefur
síðan svipaða merkingu og íslenska orðið vel, það er að segja, bæði rétt
og fallegt, en var þó oftar notað í siðferðislegu samhengi, og er þá til-
hlýðilegt að þýða sem satt á íslensku. Þessi blæbrigðamunur kemur ber-
lega í ljós á s. 89 („En hann er ófær um að gera það vel“) og s. 101
(„hvort honum mælist vel eða ekki“). I fyrra skiptið er það notað í
merkingunni rétt og fallegt, eins og vel í íslensku. I seinna skiptið í
merkingunni satt, en þar hefur íslenska orðið satt ekki þetta blæbrigði
gríska orðsins kœXws', að vera fallegur og sannur. Islenska orðið sannur
hefur lítið sem ekkert með fegurð að gera. Hjá Grikkjum, og sérstaklega
Platoni, voru fegurð og sannleikur hins vegar tengd sterkum böndum.
Þessi blæbrigðamunur orðanna er mjög mikilvægur hér, því Platon
spilar mikið á hann í ]óni. Tvíræðni orðanna veldur því að Jón lendir í
rökfræðilegum ógöngum í samræðunni. Ef Platon hefði viljað koma í
veg fyrir misskilning milli merkingarblæbrigða kalos og eu, hefði hann
allt eins getað notað önnur orð í grískunni þegar hann ræðir um eitthvað
sem er satt eða rétt. Og þetta gerir hann, þegar hann þarf ekki á þessari
tvöföldu merkingu að halda. Þá notar hann orð eins og áXT|0T)S' (aleþes)
og óp0os’ (horþos) sem þýða satt og rétt.