Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 119
SKÍRNIR
HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
113
flokka stúdenta við háskólana í Vestur-Evrópu eftir fæðingarstað,
einnig kaupraenn í Antwerpen og Evrópumenn á kirkjuþinginu í
Konstanz. I háskólanum í Bologna voru 17 gildi fyrir Cismontani
(Itali) en 14 fyrir Ultramontani (aðra Evrópumenn), hins vegar
komust allir Evrópumenn fyrir í fimm gildum á kirkjuþinginu
mikla. Nationes gátu því verið ólíkar einingar að stærð og jafnvel
eðli líka. Nákvæm var merking orðsins ekki.7
I Biskupasögu Adams frá Brimum er viðfangið „hin villta
þjóð Dana, Norðmanna og Svía“ („illa ferocissima Danorum sive
Nortmannorum aut Sueonum natio“). Ibúar allra konungsríkj-
anna eru settir undir sama hatt hvað orðið natio varðar, enda þótt
þegnar eins konungs geti talist gens.8 Norðurlandabúar við há-
skólann í París heyrðu til ensku þjóðinni. Henni var skipt í tvær
provinciae, þegna Englandskonungs og þá sem heyrðu undir aðra
konunga. Arið 1332 tókst „útlensku“ Englendingunum að koma
því svo fyrir að framvegis kysi þjóðin óskipt, einn maður, eitt
atkvæði, en þá tilheyrðu henni þegnar ellefu konunga auk Eng-
landskonungs. Danskur maður var þá proctor ensku þjóðarinnar.
Margir háskólamenn í París voru kenndir við „Dacia“. I skjölum
Dóminikana um starf þeirra á Norðurlöndum gat „Dacia“ merkt
danska konungsríkið, öll Norðurlönd eða umdæmi Dóminikana
á Norðurlöndum.9 Engin leið er til að ráða þjóðerni norræns
menntamanns af skrifum hans, en með flokkun eftir fæðingarstað
manna hefur Parísarháskóli orðið til að efla samkennd meðal
þegna Dana-, Noregs- og Svíakonunga.10
7 Hans Dietrich Kahl, „Einige Beobachtungen zum Sprachgebrauch von natio
im mittelalterlichen Latein mit Ausblicken auf das neuhochdeutsche Fremd-
wort »Nation«“, Aspekte der Nationenbildung im Mittelalter, 63-108 (bls. 88-
89).
8 Quellen des 9. und 11. Jahrhunderts zur Geschichte der hamhurgischen Kirche
und des Reiches (Ausgewáhlte Quellen zur deutschen Geschichte des Mittel-
alters, XI), útg. Werner Trillmich og Rudolf Buchner, Berlín, 1961, bls. 494.
9 Paul Lehmann, Skandinaviens Anteil an der lateinischen Literatur und Wis-
senschaft des Mittelalters (Sitzungsberichte der Bayerischen Akademie der
Wissenschaften. Philosophisch-historische Abteilung, 1936. 2 & 1937. 7), 2
bindi, Múnchen, 1936-1937,1, bls. 42.
10 Sten Ebbesen, „How Danish were the Danish Philosophers?", The Birth of
Identities. Denmark and Europe in the Middle Ages, ritstj. Brian Patrick
McGuire, Kaupmannahöfn, 1996, 213-24 (bls. 220-21).