Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 121
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
115
Sem forliður í samsettum orðum hefur þjóð gjarnan áherslu-
merkingu. Þjóðbraut er alfaraleið, þjóðhagur merkir að menn séu
hagir á flest. Svipaða merkingu hefur þessi forliður í orðum á
borð við þjóðráð, þjóðlygi og þjóðskáld. Af orðinu eru dregnar
samsetningar eins og þjóðkonungr, þjóðland og þjóðarmál, sem
raunar er einkum notað í orðtakinu „þing eður þjóðarmál". I því
tilviki er hugtakið notað yfir hóp manna sem eiga þing saman,
ekki yfir annars óskilgreindan hóp fólks.17 I félagslegu samhengi
af þessu tagi fær hugtakið fastari merkingu sem hægt er að athuga
nánar.
Orðið þjóð gat merkt hópa fólks af ýmsu tagi. Þó er meira um
vert að einstaklingar innan hópa vissu af því að þeir heyrðu einni
þjóð til en ekki annarri. Sú vitneskja ber vitni um þjóðlega sam-
kennd. Þá er nærtækt að spyrja: Hvaða hópar merkja sig þessu
orði í miðaldaritum og hvaða þættir stuðluðu að því að móta
samkennd innan þeirra hópa en ekki annarra? Gat sami einstak-
lingur tilheyrt mörgum þjóðum? Um það má fræðast af skrifum
Islendinga um sjálfa sig og aðra á miðöldum.
3. Öll kristilig þjóð
Nota mátti orðið þjóð sem samheiti við latneska orðið gens. I
hinni fornu Hlöðskviðu er t.d. getið um enska þjóð, Gota þjóð
og Húna þjóð.18 Þar sem Sallustius segir: „vos autem, hoc est
populus Romanus, invicti ab hostibus, imperatores omnium
gentium“, þýðir höfundur Rómverjasögu: „þér Rómverjar er
aldrei hafið sigraðir verið af fjandmönnum, heldur stýrt öllum
þjóðum“.19 Fleiri þýðingar ganga í sömu átt.
17 Johan Fritzner, Ordbog over det gamle norske Sprog, 3 bindi, Kristiania,
1886-1896 [2. útgáfaj, III, bls. 1024-26.
18 Robert Kellogg, A Concordance to Eddic Poetry (Medieval Texts and Studies,
2), East Lansing, MI, 1988, bls. 521-22.
19 C. Sallvsti Crispi De conivratione Catilinae et De bello Ivgvrthino libri ex
Historiarvm libris qvinqve deperditis Orationes et Epistvlae (Sammlung
griechischer und lateinischer Schriftsteller mit deutschen Anmerkungen), útg.
Rudolf Jacobs og Hans Wirz, Berlín, 1894 (10. útgáfa), bls. 142. Rómveria-
saga (AM 595, 4°) (Palaestra. Untersuchungen und Texte aus der deutschen
und englischen Philologie, 88), útg. Rudolf Meissner, Berlín, 1910, bls. 4.