Skírnir - 01.04.1999, Side 123
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
117
Þessi dæmi snúast ekki um vandræði þýðenda við að skilja er-
lend hugtök, heldur lýsa þau bæði erlendum og innlendum við-
horfum. Enginn vafi er á því að forustumenn kirkjunnar álitu
kristna menn mynda eina þjóð. I frægri ræðu í Clermont árið
1095 talaði Urban II. páfi um kristna menn sem gens.2S Inn-
ocentius III. ræðir oft um kristna þjóð (populum Christianum),
um lönd kristinna manna (terrae Christianorum) og föðurleifð
(patrimonium) hinnar kristnu þjóðar. Staða kirkjunnar sem
kennivalds í samfélaginu hefur svo leitt til þess að mönnum varð
tamt að skilgreina þjóð með þessum hætti.
Föðurlandsást af trúarlegum rótum er ekki óþekkt fyrirbæri á
þessum tíma. Vilhjálmur frá Tyrus (d. 1185) segir sögu kristinna
manna í Palestínu. Landnemarnir þar kölluðu konungsríki sitt
patria og töldu það heimili sitt. Beryl Smalley telur ættjarðarást
Vilhjálms nýjung á 12. öld. Á miðöldum hafi patria gjarnan haft
trúarlega merkingu, lífsgangan var leið til hins sanna föðurlands á
himnum. Ef það var ekki notað í þessari merkingu merkti það
fyrst og fremst fæðingarstað og fylgdi því þá sjaldnast sterk ætt-
jarðarást, eins og verið hafði í borgríki Rómverja til forna.29
Norrænir konungar deildu trúarlegum skilningi á föðurland-
inu með páfum og Palestínumönnum. Árið 1101, skömmu eftir
upphaf krossferða, gera þeir friðarsamning sín á milli í Konunga-
hellu. Ekki er beint orsakasamhengi þar á milli, en eflaust óbeint.
Kristnir konungar áttu ekki að berjast innbyrðis. Eiríkur Sveins-
son Danakonungur og Sigurður Magnússon Noregskonungur
fóru til Jórsala í stað þess að herja hvor á annars ríki. Þessi hugs-
un er eflaust sterkust við upphaf krossferða en lifir þó áfram
hálfri öld síðar. Þegar páfi lýsir yfir stríði gegn heiðnum Slövum
árið 1147 hætta Danakóngarnir, Sveinn Eiríksson og Knútur
Magnússon, deilum sínum og sameinast í krossferð.30 Síðar gera
28 Willelmi Malmesbiriensis monachi De gestis regum Anglorum (Rerum
Britannicarum medii œvi scriptores, 90), útg. William Stubbs, 2 bindi,
London, 1887-1889, bls. 396.
29 Beryl Smalley, Historians in the Middle Ages, London, 1974, bls. 138-39.
30 Saxonis Gesta Danorum, útg. Jorgen Olrik og Hans Ræder, Kaupmannahöfn,
1931, bls. 376.