Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 124
118
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
konungasagnaritarar ráð fyrir að stríð eigi sér kristnar forsendur,
kannski oftar en ástæða er til. Frásögn Heimskringlu (rituð um
1230) af því þegar „Danahöfðingjar eggjuðu Magnús konung að
fara í móti Vindaherinum og láta eigi heiðið fólk ganga þar yfir
land og eyða“ ber sennilega meiri keim af samtímanum en 11.
öld, enda segir í Hamborgarbiskupasögu Adams frá Brimum (frá
því um 1080) að Danir hafi þá verið búnir að drepa kristinn her-
toga Slava.31
Arið 1159 fer Valdimar Danakonungur í leiðangur „til Vind-
lands að kristna landið, ef guð vill þess auðið láta verða“, segir í
Knýtlinga sögu.32 Saxi segir tilefni Absalons biskups og Valdi-
mars fyrir árás á borgir sunnan við Eystrasalt hafa verið heiðin
skurðgoð þar, sem hann lýsir í smáatriðum.33 Segir í Knýtlinga
sögu: „En síðan er Réing var kristnað, þá kom Valdimar konungr
ekki í leiðangur."34 Það er raunar mishermt, en sýnir að höfundi
sögunnar hefur þótt fráleitt að menn færu í leiðangur gegn krist-
inni þjóð. Eftir lát Valdimars mikla krefjast Skánungar og Fjón-
búar að farið skuli í krossferð gegn heiðnum Eistum.35 Utþensla
Dana í austur heldur sínu trúarlega inntaki.
I Heimskringlu segir frá því að Ólafur konungur helgi birtist
Magnúsi syni sínum í draumi fyrir bardaga við Vindur og segir
við hann: „Ekki skaltu hræðast heiðingja, þótt þeir sé margir
saman. Eg mun fylgja þér í orrostu þessi." Síðan er því lýst með
velþóknun þegar Vindur voru „höggnir niður sem búfé“.36 Sigur
Magnúss er einnig sigur Ólafs helga og um leið sigur Guðs. Á
kristilegum grunni var auðvelt að skilgreina hverjir voru „við“ og
hverjir „hinir“. Sennilega hefur ekkert annað þjóðfélagsafl skipt
31 Snorri Sturluson, Heimskringla, útg. Bjarni Aðalbjarnarson, 3 bindi, Reykja-
vík, 1941-1951, III, bls. 41; Quellen des 9. nnd 11. Jahrhunderts, bls. 320.
32 Danakonunga sögur. Skjöldunga saga, Knýtlinga saga, Agrip af sögu Dana-
konunga (íslenzk fornrit, XXXV), útg. Bjarni Guðnason, Reykjavík, 1982,
bls. 294.
33 Saxonis Gesta Danorum, bls. 464-76.
34 Danakonunga sögur, bls. 306.
35 Saxonis Gesta Danorum, bls. 541.
36 Snorri Sturluson, Heimskringla, III, bls. 43-45. Sbr. Agrip af Nóregskonunga
sögum. Fagrskinna - Nóregs konunga tal (íslenzk fornrit, XXIX), útg. Bjarni
Einarsson, Reykjavík, 1985, bls. 220-22.