Skírnir - 01.04.1999, Síða 125
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
119
meira máli fyrir þjóðlega samkennd á krossferðaöldinni þegar ís-
lenskar bókmenntir urðu til.
4. Norræn þjóð
Þjóðin var tengd við trúna, en hún var líka tengd við tunguna. I
Dialogorum Gregorii, handriti frá upphafi 13. aldar, segir frá
smalasveini er fór til himins og „nam þar að mæla á allar tungur“
og gat talað girsku „svo sem hann hefði þar alinn verið“ og „þýð-
ersku [...] sem hann hefði með þeirri þjóð fæddur verið“.37 I
Rómverja sögu er þjóðin einnig tengd við tungumál. Þar er her
Ercules sagður „saman samnaður af öllum þjóðum og tungum“,
þar sem í latneska textanum segir einungis „ex variis gentibus".38
I Gylfaginningu segir „að svo margar sem eru greinir tungnanna í
veröldunni, þá þykjast allar þjóðir þurfa að breyta nafni hans til
sinnar tungu til ákalls og bæna fyrir sjálfum sér“, og fara þar þjóð
og tunga augljóslega saman.39
Samkennd vegna sameiginlegrar tungu hefur verið sterkust
þegar komið var út í heim. Þá hvarf togstreita milli norrænna
manna og þeir mörkuðu sér sérstöðu gagnvart öðrum kristnum
mönnum. Dæmi um það er frásögn Leiðarvísis af Eiríki Sveins-
syni Danakonungi. „Hann lagði fé til í Luku, að hver maður
skyldi drekka vín ókeypis að ærnu af danskri tungu, og hann lét
gera spítal átta mílum suður frá Plazinzoborg, þar er hver maður
fæddur.“40 I Knýtlinga sögu segir að Knútur ríki hafi farið til
Rómar og sett þar „spítala þann, er alla menn skyldi fæða um
nótt, þá er þar kæmi af danskri tungu."41
37 Leifar fornra kristinna frœða íslenzkra: Codex Arna-Magnœanus 677 4‘° auk
annara enna elztu brota af ízlenzkum guðfrceðisritum, útg. Þorvaldur Bjarn-
arson, Kaupmannahöfn, 1878, bls. 137.
38 Fire og fyrretyve for en stor Deelforhen utrykte Prover af oldnordisk Sprog og
Literatur, útg. Konráð Gíslason, Kaupmannahöfn, 1860, bls. 118-19; C.
Sallvsti Crispi De conivratione Catilinae et De bello Ivgvrthino, bls. 124.
39 Edda Snorra Sturlusonar, bls. 28.
40 Alfrœði tslenzk. Islandsk encyklopœdisk litteratur. I. Cod. Mbr. AM. 194, 8vo
(Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 37), útg. Kristian Kllund,
Kaupmannahöfn, 1908, bls. 21.
41 Danakonunga sögur, bls. 123.