Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 126
120
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
í formála Heimskringlu segir: „Á bók þessi lét eg rita fornar
frásagnir um höfðingja þá, er ríki hafa haft á Norðurlöndum og á
danska tungu hafa mælt [...].“42 Elsta dæmi um þau orð sem
tungumálið átti yfir sig sjálft er kvæði Sighvats Þórðarsonar frá
öndverðri 11. öld sem segir Ólaf helga hafa getið af sér besta ætt á
„danska tungu“.43 Á 13. öld verður algengara að kalla tungumál
Norðurlanda norrænt mál eða tungu.44 I Morkinskinnu segir frá
því þegar Haraldur harðráði kom til Miklagarðs, ,,[e]n mikill
fjöldi var þar áður fyrir Norðmanna er þeir kalla Væringja. Þar
var sá maður íslenskur er Már hét og var Húnröðarson [...] og
var þar ágætur sveitarhöfðingi."45 Þegar komið er suður á bóginn
þykir ekki tiltökumál þó að Islendingur verði að Norðmanni.46 I
Englandi er Gunnlaugur Ormstunga kallaður „Norðmaður“ og
þykir greinilega ekki tiltökumál.47
Á heimaslóðum fundu norrænir menn einnig til samkenndar,
eins og lesa má í Grágás:
Ef útlendir menn verða vegnir á landi hér, danskir eða sænskir eða nor-
rænir, úr þeirra konunga veldi þriggja er vor tunga er, þar eigu frændur
þeirra þær sakir ef þeir eru út hér. En af öllum tungum öðrum en af
danskri tungu þá á engi maður hér vígsök að sækja af frændsemis sökum,
nema faðir eða sonur eða bróðir, og því að einu þeir, ef þeir höfðu hér
áður við kennst.48
42 Snorri Sturluson, Heimskringla, III, bls. 3.
43 Den norsk-islandske skjaldedigtning, útg. Finnur Jónsson, 4 bindi, Kaup-
mannahöfn 1912-1915; 800-1200, A. Text efter hándskrifterne, I, bls. 228; B.
Rettet text, I, bls. 216.
44 Konrad Maurer, Uber die Ausdriicke: altnordische, altnorwegische & isldnd-
ische Sprache (Abhandlungen der königl. bayerischen Akademie der Wis-
senschaften, I. C. XI. Bd. II. Abth.), Múnchen, 1867, bls. 48-49.
45 Morkinskinna (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur, 53), útg.
Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1932, bls. 60.
46 Væringjarnir í Miklagarði voru líkast til ekki einungis frá Noregi heldur
einnig Danir og Svíar.
47 Gunnlaugs saga Ormstungu (Samfund til udgivelse af gammel nordisk litt-
eratur, 42), útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn, 1916, bls. 22. Gunnlaugs
saga er frá síðari hluta 13. aldar, sbr. Björn M. Ólsen, Om Gunnlaugs saga
ormstungu. En kritisk undersagelse (Det Kgl. Danske Videnskabernes
Selskabs Skrifter, 7. Række, Historisk og filosofisk afd. II.1), Kaupmanna-
höfn, 1911, bls. 52-54.
48 Grdgás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins, útg. Gunnar Karlsson, Kristján
Sveinsson og Mörður Árnason, Reykjavík, 1992, bls. 239.