Skírnir - 01.04.1999, Side 128
122
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
skrá í pólitískri orðræðu fyrr en á 15. öld og var þá samheiti við
hinn kristna heim.57 Latínan hefur ekki verið sameiningarafl í
sama mæli og dönsk tunga. Hún hefur oft komið að litlu gagni,
þeir sem „kunnu ekki norrænu að tala“ urðu að sætta sig við að
alþýðan skildi þá ekki, þó þeir kynnu „latínu, fransisku eður
flæmsku".58
5. Þjóðarmál
I Sögu Islands segir Jakob Benediktsson að stofnun alþingis hafi
verið „merkilegt nýmæli og átti sér ekki beina fyrirmynd á Norð-
urlöndum á þeirri tíð, þar sem þing voru hvergi fyrir heil þjóð-
lönd, en aðeins fyrir einstaka landshluta“.59 Gerir Jakob ráð fyrir
að Island hafi þá talist þjóðland, en ekki önnur lönd þar sem
haldin höfðu verið þing frá fornu fari. Þetta er nútímahugsun. Á
miðöldum er orðið þjóðland iðulega samheiti við konungsríki,
eins og t.d. í Knýtlinga sögu.60 Konungsríki voru stærri en venju-
leg lönd, sannkölluð þjóðlönd. Hinir einstöku landshlutar, sem
Jakob kallar svo, hétu lönd á miðöldum.
Island var ekki konungsríki. Það á hins vegar margt sameigin-
legt með löndum Danakonungs, sem svo er lýst í Knýtlinga sögu:
„Þessi lönd öll [...] liggja undir Danakonungs ríki, og eru þau
bæði víð og fjölmenn. Þessi lönd voru að fornu margra konunga
ríki.“61 Lönd Danakonungs voru um margt svipaðar einingar og
Island. Skánn átti sér eðlileg landamæri, ekki síður en Island, og
þar voru haldin landsþing og héraðsþing. Skánsku lög voru rituð
cations. History, Philosophy and Economics, 7), Edinburgh, 1968 [2. útgáfa],
bls. 37.
57 Stephen Christensen, „Europa som slagord", Europas opdagelse. Historien om
en idé, ritstj. Hans Boll-Johansen og Michael Harbsmeier, Kaupmannahöfn,
1988,61-81 (bls. 67-80).
58 Laurentius saga biskups (Rit Handritastofnunar íslands, 3), útg. Árni Björns-
son, Reykjavík, 1969, bls. 15.
59 Jakob Benediktsson, „Landnám og upphaf allsherjarríkis“, Saga Islands, ritstj.
Sigurður Líndal, I, Reykjavík, 1974, 153-223 (bls. 170).
60 Danakonunga sögur, bls. 124.
61 Danakonunga sögur, bls. 152.