Skírnir - 01.04.1999, Síða 136
130
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
ingin og þeir eru nú á dögum. Orðið merkir ekki heldur alltaf
það sama. I Rómverja sögu segir frá sendimanni sem fór á fund
„þeirrar þjóðar norðan um fjall er heita Allobroges“ og vissi hann
„að Norðmenn voru giarnir að beriast“.103 Þarna eru íbúar Gallíu
kallaðir Norðmenn, enda búsettir norðan við Italíu. I Fagur-
skinnu er varla átt við íbúa Noregs þar sem segir: „Norðimbra-
land er kallað af heiti Norðmanna fyrir þær sakar, að Norðmenn
hafa löngum haft ríki yfir því landi. Þar eru mörg örnöfn gefin
með norrænni tungu, svo sem er Grímsbær og Haugsfljót."104
Norðmenn eru menn sem búa í norðri, ekki einungis þegnar
Noregskóngs.
Lítill stöðugleiki var í norrænni ríkjaskipan á 11. öld, en eftir
sáttafundinn í Konungahellu 1101 þar sem Noregskonungur,
Danakonungur og Svíakonungur urðu „allir sáttir og öll ríkin í
friði" voru hins vegar lengst af þrjú konungsríki á Norðurlönd-
um, allt þar til þau sameinuðust innan Kalmarsambandsins. Þá
hófst ritun konungasagna sem upphefja einingu ríkisins á kostnað
annars konar þjóðernis. Ymsar evrópskar konungasögur frá 12.
öld hvetja til þjóðlegrar samstöðu konungsþegna. I Bretasögum
Geoffreys af Monmouth áminnir Dubricius biskup hermenn
Artúrs: „Berjist fyrir föðurlandið“ („Pugnate pro patria uestra“);
og bætir við að hver sá sem falli fyrir bræður sína sé verðugur
liðsmaður Krists.105 Þessi kristilega konungsríkisást einkennir
einnig Danasögu Saxa, sem hefur áhyggjur af togstreitu milli landa
ríkisins.106 Paul Lehmann taldi sagnarit Þóris munks í Noregi og
Saxa endurspegla vaxandi þjóðerniskennd Norðurlandabúa.107
Hér má þó ekki gleyma því fyrir hverja ritin voru samin. Tals-
menn konunga og biskupa boða einkum hugmyndir herranna.
Einn fremsti sagnfræðingur Norðmanna, Káre Lunden, telur
að þjóðerniskennd hafi verið ríkari meðal Norðmanna en annars
103 Rómverjasaga, bls. 10.
104 Ágrip af Nóregskonunga sögum. Fagrskinna, bls. 76.
105 The Historia Regum Britanniae of Geoffrey of Monmouth, útg. Acton
Griscom og Robert Ellis Jones, London, 1929, bls. 438.
106Inge Skovgaard Petersen, „Saxo, historian of the Patria“, Mediaeval Scandi-
navia, 2 (1969), 54-77 (bls. 75-77).
107 Lehmann, Skandinaviens Anteil, I, bls. 26.