Skírnir - 01.04.1999, Qupperneq 140
134
SVERRIR JAKOBSSON
SKÍRNIR
lausa (1199-1216).124 Hákon Hákonarson og afkomendur hans
ráku erindi Noregsmanna hvert sem þeir fóru með samningum
við aðra konunga, t.d. Englandskonunga.125 I Konungs skuggsjá
er tíundað hvernig þeir sem stunda kaupskap eigi að hegða sér.126
Frá um 1300 byrja handrit landslaga að setja orðið „Norðmenn" í
staðinn fyrir „Gulaþingsmenn“, „Frostaþingsmenn“ og slík heiti.
Norski sagnfræðingurinn Knut Helle telur það sýna að norsk
þjóðerniskennd hafi myndast í því samfélagi sem kirkja og kon-
ungur náðu að skapa á hámiðöldum.127
Arin 1991-1992 kom út Dansk Identitetshistorie í fjórum
bindum. Sagan hefst árið 1536. Ef marka má ritstjóra verksins var
það með ráðum gert. Sú danska samkennd sem til var á miðöld-
um kemur fram hjá fámennum hópi valdsmanna og þjóna þeirra,
en náði ekki til almúgans fyrr en síðar.128 Þó má vera að hún hafi
vaxið eftir því sem á leið. Árið 1424 lýsa vottar Danakonungs,
biskupar og háaðalsmenn, að Suður-Jótland sé hluti Danmerkur.
Tunga, lög og siðir íbúanna þar séu hin sömu og Dana, og að
landið hafi ávallt verið hluti af Danmörku.129 En þá var Kalmar-
sambandið orðið til og það er önnur saga.
8. „Með þeirriþjóðu fœddur“
Hvers konar þjóð voru þá Islendingar á miðöldum? Þeir hafa
verið hluti af kristinni þjóð og þeir tilheyrðu einnig norrænni
þjóð. íslendingar voru saman um þing líkt og Skánungar, Þrænd-
124 Diplomatarium Danicum 1. række, 3. bind. Diplomer 1170-1199 & Epistolæ
abbatis Willelmi de Paraclito, útg. C. A. Christensen, Herluf Nielsen og
Lauritz Weibull, Kaupmannahöfn, 1976-1977, nr. 63; Regesta Noruegica I.
822-1263, útg. Erik Gunnes, Ósló, 1989, bls. 119, 132.
125 Regesta Norvegica I, bls. 144, 158, 163, 167, 170, 172-74.
126 Konungs skuggsjá (Riksarkivet. Norrane tekster, 1), útg. Ludvig Holm-Ol-
sen, Ósló, 1983, bls. 6.
127 Knut Helle, Under kirke og kongemakt 1130-1330 (Aschehougs Norges-
historie, 3), Ósló, 1995, bls. 215.
128 Ole Feldbæk, „Is there Such a Thing as a Medieval Danish Identity?", The
Birth of Identities, 127-34 (bls. 132-33).
129Anders Leegard Knudsen, „The Use of Saxo Grammaticus in the Later
Middle Ages“, The Birth of Identities, 147-60 (bls. 155-57).