Skírnir - 01.04.1999, Page 143
SKÍRNIR HVERS KONAR ÞJÓÐ VORU ÍSLENDINGAR?
137
íslenskir menn“.138 Ekki eru þó öll dæmin sem Bogi tiltekur jafn
afgerandi. Hann bendir á að í Heimskringlu segist Hjalti Skeggja-
son ekki vera norrænn maður.139 í Ólafs sögu helga, sem
Heimskringla hefur byggt á, er Hjalti hins vegar kallaður Norð-
maður.140 Nú mun sú saga einnig vera íslensk svo að ekki hafa all-
ir landsmenn haft sömu mynd af íslensku þjóðerni.
Flest dæmin um að þjóðerni Islendinga skipti máli eru við
hirð konunga erlendis. í Morkinskinnu segir frá því að Haraldur
harðráði fær Halldóri Snorrasyni skipstjórn í stað Sveins úr
Lyrgju sem kvartar og segir: „Eigi kom mér það í hug að þú
mundir íslenskan mann til þess velja, en taka mig frá skipstjórn.”
Konungur bendir Sveini á að ætt Halldórs á íslandi sé ekki verri
en hans í Noregi og bætir við: „og eigi hefir enn alllangt síðan lið-
ið er þeir voru norrænir er nú byggja Island."141 Konungur telur
íslendinga engu verri hirðmenn en þá sem eru frá Noregi. Islend-
ingurinn sem ritar Morkinskinnu stendur með löndum sínum,
ekki með því að halda fram sérstöðu þeirra, heldur þvert á móti.
Þeir eru jafngóðir konungsþegnar og aðrir.142
Hér mætti draga upp þríhyrning milli konungs, íslendinga og
Norðmanna og líta á þætti Morkinskinnu í þjóðlegu samhengi.
Boðskapur þeirra væri þá að konungurinn sé óbundinn þjóðerni
þegna sinna, ef þeir eru trúir honum og fylgi lögum. Þó væri
rangt að telja togstreitu milli íslenskra hirðmanna og erlendra,
sem kemur fyrir í konungasögum, almennt af þessum toga. Hún
er einkum samkeppni hirðgæðinga um velvild og athygli kon-
138 Eyfirðinga sögur (íslenzk fornrit, IX), útg. Jónas Kristjánsson, Reykjavík,
1956, bls. 6.
139 Snorri Sturluson, Heimskringla, II, bls. 91.
140 Olafs saga hins helga. Die „Legendarische Saga" iiber Olaf den Heiligen (Hs.
Delagard. saml. nr. 811), útg. Anne Heinrichs, Doris Janshen, Elke Radicke
og Hartmut Röhn, Heidelberg, 1982, bls. 96.
141 Morkinskinna, bls. 152. Orð Haralds harðráða endurvarpa orð Hákonar Há-
konarsonar í sögu hans, Det Amamagnœanske Haandskrift 81 a Fol. (Skál-
holtsbók yngsta), útg. Albert Kjær og Ludvig Holm-Olsen, Kristjanía, Ósló,
1910-1986, bls. 348.
142 Ármann Jakobsson, I leit að konungi. Konungsmynd íslenskra konungasagna,
Reykjavík, 1997, bls. 275-77.