Skírnir - 01.04.1999, Page 151
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJ ÓÐERNISVITUND
145
fyrrtöldu sem smáskyssu sem Anthony D. Smith leiðrétti þegar
hann tók upp hugtakið ethnie um „þjóð fyrir daga þjóðernis-
hyggju“. Við getum því sagt að ethnie sé mey en nation sé eigin-
kona, eftir að nationalism hefur gift hana ríkinu. - Kannski er þó
hentugra að segja að ethnie verði nation um leið og hún fær auga-
stað á mannsefninu; að þjóð sem vilji mynda sitt eigið ríki sé
nation, því þá þurfum við ekki að kalla það lygi ef 19. aldar Iri
hefur sagt: „We are a nation." Þannig reyni ég að þýða þetta hug-
takakerfi á íslensku, tala annars vegar um þjóð sem hið ævagamla
fyrirbæri (ethnie), hins vegar um pólitíska þjóð eða ríkisþjóð sem
lítur á það sem nauðsyn að þjóðin eigi sitt eigið ríkí.9
Módernisminn var næsta einráður í umræðunni vel á annan
áratug. Að vísu var háð deila milli svokallaðra eþnisista og mód-
ernista, en hún snerist ekki um það hvort ríkisþjóðir gætu átt
uppruna í þjóðum; enginn efast um að margar þeirra eigi hann
þar. Deilan snerist um hvort þessi uppruni skipti einhverju máli
fyrir skilning á ríkisþjóðum eins og þær eru núna. Spurningin
var, eins og Gellner orðaði það í síðasta skipti sem hann tók til
máls um þessi efni: „Do nations have navels?“ (Hafa þjóðir
nafla?) og er þá vísað til frægra hugleiðinga um hvort Adam hafi
haft nafla, af því að hann var ekki fæddur af konu. Svar Gellners
var það að sumar ríkisþjóðir hefðu nafla en sumar ekki, en það
skipti engu máli hverjar hefðu hann. Andmælandi Gellners í
þessari deilu, Anthony Smith, taldi aftur á móti að þjóðernisupp-
runi ríkisþjóða opnaði leið til skilnings á eðli þeirra og örlögum.
Smith segir: „Það segir ekki nema hálfa sögu ríkisþjóðanna ef við
lítum framhjá eþnískum uppruna þeirra." Gellner svarar: „Það
kann vel að vera, en það segir einmitt þann helming sögunnar
sem skiptir máli.“10
Líklega sýnir ekkert betur yfirburðastöðu módernismans í
umræðunni en þessi lega víglínunnar. Eþnisistar eins og Anthony
9 Hér fer ég aðra leið en Guðmundur Hálfdanarson: „Hvað gerir Islendinga að
þjóð? Nokkrar hugleiðingar um uppruna og eðli þjóðernis." Skírnir CLXX
(Vor 1996), 18-19, sem notar orðið þjóð um nation en þjóðflokkasamfélag um
ethnie.
10 „The nation: real or imagined? The Warwick debate on nationalism." Nations
and Nationalism 11:3 (Nóvember 1996), 357-70.