Skírnir - 01.04.1999, Page 154
148
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
það krefjist alls konar stöðlunar og samræmingar, formlegrar
menntunar og hárra skatta. Gamla ríkið gat vel umborið að al-
þýða manna talaði mörg ólík tungumál. Það þurfti ekki að skapa
pólitíska þjóð (nation) úr þegnum sínum og vildi tæpast gera
það.18 Nú var einmitt þessi afskiptasemi af þegnunum meginatriði
í lýsingu Gellners á ríkisþjóðinni, sérstaklega almenn samræmd
menntun, sem krefst ævinlega hvers kyns stöðlunar.19 Það hvarfl-
ar því óhjákvæmilega að manni hvort ágreiningur Hastings og
módernistanna sé aðeins um það hvað orðin nation og national-
ism eigi að merkja. Að minnsta kosti er óhætt að segja að við
rekum okkur á það hér að hugtakið nation er lifandi meðal
enskumælandi manna. Hastings reynir ekki að fjötra það í skil-
greiningu og heldur ekki fram að orðið nation hafi nákvæmlega
sömu merkingu á miðöldum og nú. Þess í stað talar hann um
samhengi í notkun þess (continuity in usage) um meira en sex
hundruð ár.20 Munurinn á sjónarmiðum Gellners og Hastings
virðist einkum sá að Gellner markar hugtökunum nation og
nationalism ákveðið innihald (ef við göngum út frá síðartöldu
hugtakanotkun hans), nokkurn veginn í samræmi við nútíma-
venju, og útilokar að láta þau rúma neitt meira. Hastings gerir
aftur á móti ráð fyrir að þessi hugtök hafi breytt um innihald að
hluta til en séu samt sem áður þau sömu.
Það kann að virðast einfaldast fyrir okkur Islendinga, með
okkar ágæta hugtak þjóð, að sniðganga þennan hugtakarugling
enskunnar. Sannleikurinn er þó líklega sá að við séum óhjá-
kvæmilega í hugtakabandalagi með enskumælandi þjóðum, þótt
við skrifum á okkar eigin tungumáli. Við komumst ekki hjá því
að taka mið af umræðu sem fer fram á ensku um þessi efni og
leitast við að laga hugtakakerfi okkar að einhverju leyti að henni.
Spurningin um tengsl þjóðar og ríkis, menningarheildar og
pólitískrar heildar, er líka fróðleg hvar sem er og ekki síst í Is-
landssögu. Þjóðernissinnuð sagnfræði Islendinga gerði alltaf ráð
fyrir að pólitísk þjóðernishyggja væri þjóðum eðlislæg. Ef þær
18 Hastings: The Construction ofNationhood, 28-29.
19 Gellner: Nations and Nationalism, einkum 19-38.
20 Hastings: The Construction of Nationhood, 18.