Skírnir - 01.04.1999, Side 156
150
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
rekja naflastreng íslensku ríkisþjóðarinnar til baka um aldir og
sýna fram á að Islendingar greindu sig jafnan skýrt frá öðrum
sem sérstök þjóð og höfðu jafnvel nokkra tilhneigingu til að
halda að það væri betra að lifa undir stjórn eigin landa en útlend-
inga, þó að þeir gerðu öldum saman engar kröfur um formlegt
sjálfstæði. Annars reyni ég ekki að gera skýran og skipulegan
greinarmun á menningarbundinni þjóðernisvitund eða þjóð-
rækni, af því tagi sem Smith mundi kenna við ethnie, og pólitískri
þjóðernishyggju, sem mundi tvímælalaust kallast nationalism á
ensku.
Siðskiptabaráttan á Islandi
Það vill svo til með Jón Arason, hvort sem hann var síðasti Is-
lendingurinn í einhverjum skilningi eða ekki, að hann var fyrsti
Islendingurinn sem var afklæddur þjóðernishyggju. Á 400 ára
dánarafmæli hans, árið 1950, gaf Guðbrandur Jónsson út bók um
Jón biskup, þar sem hann lagði meginkapp á að sýna fram á að
markmið hans hefði ekki verið að berjast gegn útlendu konungs-
valdi heldur að berjast fyrir hina almennu kristnu kirkju. Guð-
brandur segir í formála bókarinnar:
Tilefni ritsins er margt, en ekki sízt það, að síðustu öldina hefur því verið
haldið mjög á loft, að herra Jón hafi verið frelsis- og sjálfstæðishetja á
vísu borgaralegra stjórnmála og í nútíðar skilningi þessara allmisnotuðu
orðá.24
Guðbrandur tímdi að vísu ekki að tína af söguhetju sinni allar
þær þjóðernislegu skrautfjaðrir sem hún hafði hlotið í tímans rás.
Hann tók undir það að kalla Jón hinn „síðasta Islending", og
hann taldi að biskup hefði vissulega barist fyrir landsréttindum
Islendinga, því að: „Kirkjan var eitt landsréttindanna [...], og því
var baráttan fyrir réttindum landsins og fyrir kirkjunni eitt og hið
sama - óaðskiljanlegt."25 Engu að síður var það meginerindi
24 Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Arason (Reykjavík, Hlaðbúð, 1950), 5, sbr.
145-46, 184-85,208.
25 Guðbrandur Jónsson: Herra Jón Arason, 71, 185.