Skírnir - 01.04.1999, Page 157
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJÓÐERNISVITUND
151
Guðbrands að heimta Jón biskup fyrir hönd kirkjudeildar sinnar,
kaþólsku kirkjunnar. Og hvernig sem á því stendur virðast landar
hans hafa verið furðu fúsir að láta biskup af hendi. Tveir íslenskir
sagnfræðingar minntust Jóns í tímaritsgreinum í tilefni af ártíð
hans árið 1950, Þorkell Jóhannesson og Björn Þorsteinsson, og
verða báðir að teljast vel þjóðernissinnaðir á þeim tíma, þótt sjón-
armið Björns ættu eftir að breytast verulega.26
Þorkell skrifaði í Skírni 1950 og gerði varla upp á milli tveggja
átrúnaðargoða biskups:
Markmið hans er ljóst. Það er endurreisn kaþólsku kirkjunnar á íslandi.
Fyrir þá hugsjón lætur hann líf sitt. [...] Eins og kunnugt er, fær barátta
Jóns Arasonar gegn siðskiptunum á sig blæ þjóðernislegrar baráttu gegn
ofríki erlends valds, ekki sízt í augum síðari tíma manna, er hafa í huga
uppgang konungsvaldsins í öllum greinum, sem kalla má að af siðskipt-
um leiddi. Jón Arason var að vísu góður íslendingur, ríkulega gæddur
beztu eðliskostum þjóðar sinnar - og miklu af göllum hennar. En hann
var líka trúr þjónn kirkju sinnar.27
Björn skrifaði í Tímarit Máls og menningar og tók líka fram
að það væri einkum síðari tíma þróun sem hefði valdið því að
okkur hafi „gleymzt íhaldsmennirnir Jón Arason og Ari, sonur
hans. Aftur á móti munum við vel baráttumennina og þjóðhetj-
urnar Jón biskup og Ara lögmannA Björn sagði líka að það hefði
verið „kaþólska trúin, sem Jón bar einkum fyrir brjósti [...]“.28
Tímans vegna er ólíklegt að bók Guðbrands hafi útgefin haft
áhrif á hvernig þeir Þorkell og Björn skrifuðu greinar sínar - hún
er skráð með útgáfudag 7. nóvember á titilblaði - en vel getur
verið að þeir hafi á einhvern annan hátt verið búnir að fá aðvörun
um að málstaður kaþólsku kirkjunnar þættist eiga lögmæta kröfu
í minningu Jóns og báðum verið hún fremur laus í hendi.
26 Helgi Þorláksson: „Stéttakúgun eða samfylking bænda? Um söguskoðun
Björns Þorsteinssonar." Saga og kirkja. Afmœlisrit Magnúsar Más Lárussonar
(Reykjavík, Sögufélag, 1988), 183-91.
27 Þorkell Jóhannesson: „Jón biskup Arason. Fjögur hundruð ára minning."
Skírnir CXXIV (1950), 168-69.
28 Björn Þorsteinsson: „Jón biskup Arason og siðaskiptin á Norðurlöndum.“
Tímarit Máls og menningar XI (1950), 176, 200.