Skírnir - 01.04.1999, Page 160
154
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
ljóst hvor gerðin er varðveitt í trúverðugra handriti.35 Gerðin sem
Guðbrandur hafnar var hins vegar skráð í Skarðsárannál innan
við öld eftir að Þýskir gerðu raskið í Viðey. Varla kemur til
greina að Guðbrandur hefði getað bent á eldra eða trúverðugra
handrit að hinni gerðinni.
Látum þetta þó liggja á milli hluta og skoðum meira af kveð-
skap herra Jóns. Arið 1550 reið hann til Alþingis og réði þar öllu
sem hann vildi, fór síðan út í Viðey, hrakti Bessastaðamenn í
burtu og endurreisti munklífi í eynni. Frá þessum atburðum segir
Björn á Skarðsá án þess að tilfæra um þá nokkurn kveðskap, en
séra Jón Arason í Vatnsfirði, 17. aldar maður, hefur skreytt hand-
rit að Skarðsárannál með tveimur vísum sem hann eignar Jóni
biskupi:
Þessi karl á þingið reið
þá með marga þegna, svo gegna,
öllum þótti hann ellidjarfr,
Isalandi næsta þarfr,
og miklu megna.
[...]
Víkr hann sér í Viðeyjarklaustr,
víða trúi eg hann svamli, hinn gamli,
við Danska var hann djarfr og hraustr,
dreifði þeim á flæðarflaustr,
með brúki og bramli.36
Loks dó biskup svo að segja með á vörunum vísu sem er eins
og ort til þess að ganga í augun á 19. aldar þjóðernissinnum:
Vondslega hefir oss veröldin blekkt,
villt og tælt svo nógu frekt,
ef eg skal dæmdur af danskri slekt
og deyja svo fyrir kóngsins mekt.
35 Biskupa sögur II, 572, 593, sbr. 568, 589.
36 Annálar 1400-1800 1,117-18 nm.