Skírnir - 01.04.1999, Side 161
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJÓÐERNISVITUND
155
Að óreyndu ætti maður alveg von á að þessi vísa dúkkaði skyndi-
lega upp í 19. aldar handritum af frásögnum af Jóni biskupi. En
það er ekki tilfellið. Hún er varðveitt í handritum frá um 1700.37
Mér dettur ekki í hug að efa að Jón Arason hafi borið hag
kaþólsku kirkjunnar fyrir brjósti. Hann þóttist sjálfsagt vera Isa-
landi þarfur af því að hann endurreisti á því rétta trú. Hins vegar
ber kveðskapur hans vott um að hann sá átökin um siðaskiptin á
íslandi fyrst og fremst sem átök milli Islendinga og útlendinga. I
kveðskap hans voru það ekki villutrúarmenn sem gerðu rask í
Viðey, og Jón hældi sér ekki af því að vera djarfur og hraustur við
lærisveina Lúthers; andstæðingar hans voru þýskir og danskir.
Hann orti ekkert um að hann væri þarfur páfanum eða réttri trú
eða Guði almáttugum, heldur ísalandi, og sennilega var það stétt
þess sem honum fannst þörf á að rétta. Hann var ekki dæmdur af
slekt villumanna, né dó hann fyrir mekt þeirra.
Norðmenn koma hér ekkert við sögu; engar heimildir eru um
að Jóni Arasyni eða nokkrum íslenskum samtímamönnum hans
hafi dottið í hug að þeir væru norskir. Það að þeir skyldu una svo
vel við að teljast þegnar Noregskonungs, jafnvel undir norskum
lögum, er aðeins einn af fjölmörgum vitnisburðum þess að þjóð-
ernisvitund þeirra var ekki orðin að meðvitaðri pólitískri þjóð-
ernishyggju.
Annar höfundur, séra Jón Egilsson í Hrepphólum, skrifaði
rækilega sögu af siðaskiptunum í Biskupaannála sína árið 1605.
Jón var lútherskur prestur, áður en hann gerðist sagnaritari Odds
biskups Einarssonar í Skálholti, og fæddur tveimur árum áður en
Jón Arason var höggvinn. Séra Jón ber konungsumboðsmannin-
um Diðrik af Minden ekki vel söguna:
Nú er að segja fyrst frá Diðrik, hans tiltekjur; hann var lengi umboðs-
maður á Bessastöðum, meir en í XII ár eða lengur; hann gjörði mörgum
til vonda, bæði í tiltektum og höggum með áverkum, og þeir síra Einar
37 Biskupa sögur II, 338, 353, sbr. 579 (önnur gerð vísunnar). - Katalog over Den
Arnamagnteanske Hándskriftsamling I (Kaupmannahöfn, Gyldendal, 1888),
234-35.