Skírnir - 01.04.1999, Page 169
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJ ÓÐERNISVITUND
163
Öllu fer aftur með versnandi tímum.
Kynslóð foreldra sem stendur öfum að baki
ól af sér oss sem erum ennþá lakari
og eigum eftir að geta enn verri afkomendur. (231)
Á hinn bóginn tekur Arngrímur fljótt til við að sætta íslend-
inga og konungsvaldið í sögunni. Hann ræður af heimildum að
konungarnir „vildu láta lögin binda hendur sínar“ og segir: „Af
þessu má [...] ráða sanngirni konunga vorra [...]“ (221). Og eftir
að kemur fram yfir siðaskipti minnist hann varla á Danakonung
nema smyrja á hann lofsyrðum: „Því áleit hinn stórvitri Friðrik
konungur [...]“ (243). „Hinn mildasti konungur, Friðrik II, við-
urkenndi þessa guðrækni biskups vors [...]“ (257). Seinna segir frá
því að Drottinn tók frá Danaveldi „hinn hraustasta konung og
mildasta landsföður, Friðrik II.“ (266). Danskir stjórnarembætt-
ismenn fá líka sinn skammt af lofi: „Tignir ráðherrar Dana stjórn-
uðu einnig landi voru viturlega í tíu ár milli konunga, og orðstír
þeirra af þeim sökum mun aldrei gleymast“ (267). Jafnvel dönsk-
um hirðstjórum á íslandi hælir hann: „Árið 1566 dó Páll Stígsson
drottni sínum, hinn ágætasti höfuðsmaður Islendinga [...]“ (244).
Eftirmenn hans tveir voru „báðir af göfugum ættum og að sama
skapi heiðarlegir og elskaðir af landsmönnum" (278). Sá þriðji er
sagður „göfugur maður“ (279).
Islenskt þjóðarstolt birtist á margan hátt hjá Arngrími. Tunga
Islendinga er „hin forna og óspillta norska, sem komin er af
fornri gotnesku, en hreina tala hana nú íslendingar einir, og því
köllum vér hana íslensku“ (96). Síðar setur Arngrímur á allt að
því öfgafulla ræðu um verndun tungunnar:
Til þess að varðveita hreinleik hennar getum vér einkum stuðst við tvö
atriði: annarsvegar handritin sem varðveita fornan hreinleika tungunnar
og glæsilegan stíl, hinsvegar lítil samskipti við útlendinga. En ég vildi að
landar mínir nú á dögum bættu við hinu þriðja, það er að þeir öpuðu
ekki eftir Dönum eða Þjóðverjum í ræðu og riti, heldur leituðu sér fyrir-
mynda í auðlegð og snilld móðurmáls síns, sem á nóg af henni, og beittu
til þess vitsmunum og lærdómi; þá yrði minni hætta á breytingum tung-
unnar framvegis, en að öðrum kosti mundi ekki þurfa samskipti við út-
lendinga til þess að spilla tungunni. (104-105)