Skírnir - 01.04.1999, Síða 170
164
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Arngrímur mun vera fyrsti íslendingurinn, svo vitað sé, sem
fjallar um hreinleika íslenskrar tungu sem verðmæti sem beri að
varðveita.46 Sama viðhorf til málfegurðar má að vísu greina hjá
Guðbrandi biskupi nokkru áður, og á hinn bóginn er þráðurinn
nærfellt óslitinn frá þeim Hólamönnum til málverndarstefnu nú-
tímans.47
Ennfremur segir Arngrímur hetjusögur af fornum íslenskum
köppum, gjarnan í átökum við útlendinga. I hólmgöngum „sigraði
landi vor Egill Skallagrímsson oftar en einu sinni [...]“ (186). I ein-
vígi „sigraði landi vor Þorgils örrabeinn Randvið, grimman skosk-
an kappa“ (186-87). Víða hefur Arngrímur lesið fornrit okkar með
þeirri athygli sem velur og leggur á minnið það eitt sem henni lík-
ar. Þannig segir hann rétt „að drepa á með hverri löghlýðni og
festu dómar voru háðir hjá hinum heiðarlegu fornmönnum"
(176). Það sem kann að orka tvímælis í menningunni er lagt út á
besta veg, fábreyttir lifnaðarhættir fólks þannig kallaðir hófsemi
(134, 138). Ef höfundur finnur enga leið til að færa hegðun til betri
vegar dregur hann úr fordæmingunni eftir mætti. Glæpurinn
mannblót var þannig ekki einsdæmi á Islandi, „heldur verður rak-
inn til elstu forneskju“ (158). Siðurinn varði líka stutt og var ekki
svo vitað sé stundaður nema á tveimur stöðum á landinu (160).
Loks má nefna að kenningin um almenna hnignun mannlífs á
Islandi birtist ótvírætt í Crymogæu. Þannig segir í umræðu um
kornyrkju á Islandi að fornu að „jarðvegi og veðráttu hefur farið
hnignandi á liðnum öldum frá fyrri gæðum“ (140). Dvínandi
hörku í löggjöf um flakkara harmar Arngrímur líka mikið og
segir: „Þvílíkum og svo markvissum hvatningum til manndyggða
beittu fornþjóðir, einnig forfeður vorir, en þeirra megum vér sár-
lega sakna hjá vorri alltof úrættu kynslóð, þar sem öll þessi laga-
ákvæði eru afnumin“ (166).
Síðan á 19. öld hefur saga okkar Islendinga jafnan verið skrif-
uð eins og lítið líkan af hinni sígildu mannkynssögu, með glæsta
46 Arngrímur Jónsson: Crymogœa, 33 (Inngangur Jakobs Benediktssonar). -
Jakob Benediktsson: „Arngrímur lærði og íslenzk málhreinsun." Afmœlis-
kveðja til Alexanders Jóhannessonar (Reykjavík, Helgafell, 1953), 117-38.
47 Kjartan G. Ottósson: Islensk málhreinsun. Sögulegt yfirlit (Reykjavík, íslensk
málnefnd, 1990).