Skírnir - 01.04.1999, Page 171
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJÓÐERNISVITUND
165
fornöld, myrkar miðaldir og endurreisn. Raunar er þetta bara sí-
gild rómantísk saga af upprunalegri farsæld, áfalli og endurreisn.
Arngrímur Jónsson skrifaði tvo fyrri hluta þessarar sögu handa
Islendingum.
Þjódrækm í skdldskap 17. og 18. aldar
íslenska ættjarðarkvæðið virðist vera upprunnið snemma á 17.
öld, meðal samtímamanna Jóns Egilssonar og Arngríms lærða.
Séra Einar Sigurðsson í Eydölum, fæddur árið áður en þýskir
gerðu raskið í Viðey, orti kvæði um gæði Islands. Megnið af því
er rímuð upptalning á kostum landsins og þjóðlífsins, en upphaf
og endir birta tilfinninguna sem býr undir:
Heilagan anda hjartað mitt
af himnum bið eg nú fræða,
að mildiverkið mætti þitt
fyrir mönnum gerla ræða,
því oftlega hefir mig angrið hitt,
að Island margir hæða,
en móðurjörð er mér svo kær,
mig hefir langað, guð minn skær,
að geta þess allra gæða.
[...]
Mér er þar skylt að minnast á,
fyrir mína hönd að játa,
minn barnaflokkur með mér má
af mjúkri elsku gráta,
hér á landi oss herrann sá
og huggaði öll í máta.
Því vil eg elska ísaláð
og yfir það kalla drottins náð,
en aldrei af því láta.48
48 íslands þúsund ár. Kvxdasafn 1300-1600. Páll Eggert Ólason hefur valið
(Reykjavík, Helgafell, 1947), 213-16.