Skírnir - 01.04.1999, Page 172
166
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Víðar kemur fyrir í skáldskap þessa tíma að föðurlandið og
íbúar þess séu sú heild sem skáldin bera fyrir brjósti og biðja
drottin sérstaklega að vernda. Séra Jón Arason í Vatnsfirði er
sagður hafa ort þetta árið 1646:
Föðurlandið fátækt vort
með friði drottinn geymi
í heimi;
daglegt hann vort blessi brauð,
bívari fyrir hungursnauð,
að sótt ei sveimi.49
Frændi Einars Sigurðssonar, séra Bjarni Gissurarson í Þing-
múla, sem lifði svolítið fram á 18. öld, orti kvæði um góða lands-
ins kosti. Þar lýsir skáldið því hvernig
Þennan auma Islands lýð
enn hefur drottinn tekið að sér,
og
alls kyns láni ár og síð
ausið að báðum síðum.
En raunar er kvæði Bjarna lítið annað en rakning á því sem má
með góðum vilja telja landinu til ágætis; þar eru ekki ástarjátning-
ar líkar þeim sem standa í kvæði Einars.50
Séra Gunnar Pálsson, 18. aldar maður, telur ekki sérstaklega
upp kosti Islands, en hann vogar sér að bera það saman við eitt af
þeim löndum sem best og frjósömust hafa þótt í Evrópu, vegna
þess að þegnar þess lands sóttu fisk á Islandsmið:
49 Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags 1914 (1913), 14. „Aldarhættir og ætt-
jarðarvísur frá ýmsum tímum.“ Forseti Þjóðvinafélagsins um þetta leyti, Jón
Þorkelsson þjóðskjalavörður, var bæði þaulkunnugur gömlum kveðskap og
mikill þjóðernissinni. Sjálfsagt hefur það verið hann sem tíndi saman þetta
vísnasafn, ÍAlmanaki 1913 (1912), 28-33, og 1914 (1913), 13-17.
50 Bjarni Gissurarson í Þingmúla: Sólarsýn. Kvæói. Jón M. Samsonarson sá um
útgáfuna (Reykjavík, Menningarsjóður, 1960), 16-22.