Skírnir - 01.04.1999, Page 175
SKÍRNIR
ISLENSK ÞJÓÐERNISVITUND
169
Þá má tilfæra vísu Eiríks Rustikussonar frá miðri 18. öld:
Á Eyrarbakka argir
eru þrælar margir,
kauðar þessir kargir
kaups fyrir höndlan ranga
forsmánina fanga.
Marcus Pahl, Pahl, Pahl:,:
Marcus Pahl, sem mörgu stal,
mun um síðir hanga.57
Ég geri ráð fyrir að þeir Danir sem deilt er á í vísunum hér á
undan séu einkum einokunarkaupmenn, eins þar sem það kemur
ekki fram í kveðskapnum. Eina dæmi mitt frá tíma einokunar og
einveldis sem má túlka sem vantraust á yfirráð Dana yfir Islandi
er eftir séra Þorlák Þórarinsson, í 90 vísna „Hugraunaslag er kall-
ast Þagnarmál", sem er sagður ortur árið 1728. Þar er þessi vísa:
Margs kyns tjón í allri ætt,
undir krónu Dana,
Isafróni háir hætt,
hófs er nón á rana.58
Hér er að vísu ekki sagt berum orðum að tjónið stafi af því að
landið sé undir krónu Dana. Það hlýtur þó næstum að vera aðal-
atriði vísunnar, því að síðasta línan (sem helst virðist merkja að
það sé komið fram um nón á hófs-rananum) hefur varla annað
hlutverk en að ríma á móti annarri línunni. Þá er ólíklegt að önn-
ur línan sé til uppfyllingar líka.
57 Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags 1914, 16. - Pahl mun vera þekktari sem
kaupmaður í Reykjavík, en hann verslaði áður á Eyrarbakka, á árunum 1750-
59. - Vigfús Guðmundsson: Saga Eyrarbakka 1:1 (Reykjavík, Víkingsútgáfan,
1945), 288.
58 Þorlákur Þórarinsson: Ljóðmœli eptir Þorlák Þórarinsson, prófast í Vaðlaþingi.
Ný útgáfa, stórum aukin, endurbætt og löguð (Reykjavík, Jón Pjetursson og
Egill Jónsson, 1858), 230. - Sbr. Almanak hins íslenzka Þjóðvinafélags 1914,
16.