Skírnir - 01.04.1999, Síða 182
176
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
Prestarnir skrifa erkibiskupi og kórsbræðrum í Niðarósi og biðja
þá auðmjúklega að fallast á val sitt, „því það er vorri dómkirkju
mjög skaðvænligt ef oss er innsendur ókunnur eða útlendur yfir-
maður".73
Niðurlag
Hér var ekki ætlunin að halda því fram að þau merki þjóðarvit-
undar, þjóðrækni eða þjóðernishyggju sem ég þykist finna á þess-
um óþjóðlegu öldum séu sérkenni íslendinga. Á Norðurlöndum
má iðulega greina spennu milli aðalsmannahópa konungsríkjanna
þriggja á síðmiðöldum, ekki síst af því að konungsfjölskyldurnar
voru stundum að gera tilraunir með að sameina ríkin og breyta
mörkum þeirra. Til dæmis gerðist það árið 1319 að barnið Magn-
ús Eiríksson erfði konungdóm bæði í Noregi og Svíþjóð. Þegar
afi hans, Hákon Noregskonungur Magnússon, sá að hverju fór,
kallaði hann til sín átta ráðgjafa sína í Noregi og lét þá sverja sér
eið um hvernig norska ríkinu skyldi stjórnað meðan konungur
væri ólögráða. Meðal annars hétu þeir að taka ekki útlendinga inn
í stjórn ríkisins. Síðar var samið um að höfðingjar frá öðru land-
inu mættu ekki fylgja konungi lengra en að landamærunum þegar
hann flytti sig á milli landa sinna.74
Islensku heimildirnar eru vissulega að langmestu leyti komnar
frá yfirstéttafólki líka, svo að varla verður fullyrt að þjóðernisvit-
undin hafi náð jafnt til allra samfélagshópa. Bændurnir sem komu
saman á Áshildarmýri 1496 hafa sjálfsagt verið einhvers konar
forystumenn bændastéttarinnar, enda settu aðeins tólf menn inn-
sigli sín undir samþykktina, að því er virðist saman komnir víðs
vegar úr Árnesþingi. Hins vegar hefur aldrei verið sýnt fram á að
það hafi verið neinn grundvallarmunur á menningu hástéttar og
lágstéttar á íslandi á þessum öldum sem hér eru til umfjöllunar.
Efnamunur á hinum auðugustu og snauðustu var auðvitað gífur-
73 íslenzkt fornbréfasafn IX (Reykjavík, Bókmenntafélag, 1909-13), 110 (nr. 92).
74 Grethe Authén Blom: Norge i union pá 1300-tallet. Kongedomme, politikk,
administrasjon og forvaltning 1319-1380 I. Kongefellesskapet med Sverige
1319-1330 (Án útgáfustaðar, Tapir forlag, 1992), 32-33, 39.