Skírnir - 01.04.1999, Síða 187
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÞJÓÐTRÚ OG DULTRÚ
181
ættu að vita að ekki eru séríslenskt fyrirbæri. Ég tel reyndar hlut-
lausara og nútímalegra orðalag að tala í flestum tilvikum um
meinta reynslu af látnum, því um það heyrum við ef þeir eru
spurðir sem telja sig búa yfir slíkri reynslu.
Viðtalskönnun um meinta reynslu af látnum
Tekin voru ítarleg viðtöl við á annað hundrað manns sem í könn-
uninni 1974-75 töldu sig hafa orðið vara við látna. Seinna bættust
við um 350 manns sem náð var í á annan hátt, svo til er mikið
safn um þetta efni þótt því hafi verið lítil skil gerð til þessa.6 Við
fengum frásagnir af reynslunni og lýsingu á aðstæðum. Þessum
reynslusögum má skipta í nokkra flokka, eftir því hvernig hinn
látni á að hafa verið skynjaður (séður, heyrður eða á annan hátt),
hver hinn látni hafði verið (náið skyldmenni, kunningi, samstarfs-
maður eða ókunnugur), hvað hafði orðið manninum að aldurtila
(sjúkdómur eða slys eða annar voveiflegur dauðdagi) og fleira.
Þrenns konar tilvik skáru sig nokkuð úr, sem öll geta þó skar-
ast. Fyrst má nefna frásagnir þar sem viðkomandi kvað sig hafa
orðið varan við mann sem dó í fjarska á sama tíma og hann dó, án
þess að hafa búist við dauða hans. Dæmi:
Ég sat á þingi í 18 ár og kynntist auðvitað ýmsum mönnum og varð úr
því kunningsskapur við flesta. Einn af þeim var Karl Kristjánsson þing-
maður Þingeyinga, hann bjó á Húsavík, þekktur maður á sinni tíð og
hagyrðingur góður. Nú, við höfðum svona kunningsskap, ég heimsótti
hann þegar hann varð áttræður o.s.frv., það fóru orð á milli okkar og
þvíumlíkt. Svo líður og bíður, og veturinn sem hann andast þá er það
einn góðan veðurdag að ég fer út eins og ég átti vanda til eftir matinn og
moka hesthús, ég hafði það svona til þess að hressa mig á. Þegar ég er
búinn að moka nokkrar skóflur þá finnst mér allt í einu að Karl Krist-
jánsson standi beint fyrir framan mig uppi í bás í hesthúsinu og segi
svona dálítið sérkennilega við mig: „Þú varst heppinn, þér gekk vel“, og
þar með var það búið, þar með hvarf hann. Ég hélt áfram að moka hest-
húsið og fór svo inn. En um kvöldið þá var sagt frá andláti hans í útvarp-
inu. Nú fór ég að spekúlera í þessu dálítið, hvernig gæti staðið á þessu og
6 Erlendur Haraldsson (1988-89). „Survey of claimed encounters with the
dead.“ Omega, the Journal of Death and Dying, 19, 103-13.