Skírnir - 01.04.1999, Blaðsíða 190
184
ERLENDUR HARALDSSON
SKÍRNIR
annmörkum og ástæða til að taka niðurstöðum þeirra með
nokkrum fyrirvara, enda fer engin raunprófun fram á því hvað
liggur að baki hvers svars. Þá hefði mátt orða spurningar Greel-
eys á skýrari hátt, og hugsanlega hafa ólíkar þýðingar á hin ýmsu
mál haft einhver áhrif á niðurstöður.
Bækur hafa verið skrifaðar um niðurstöður þessarar alþjóð-
legu könnunar, t.d. í Þýskalandi, Hollandi og Bretlandi.12 í engri
þessara þriggja bóka var minnst á fyrrnefndar þrjár spurningar.
Höfundar þeirra virðast hafa velt því fyrir sér, eins og Árni
Björnsson, hvort þeir ættu yfirleitt að skýra frá þessum sérstöku
niðurstöðum og ákvörðun þeirra orðið neikvæð. Afleiðingin er
sú að það litla sem kannað hefur verið á skipulegan hátt er alþjóð
þessara landa ókunnugt um.
Eg var einn þeirra sem vann að undirbúningi þessarar könn-
unar hér á landi, fékk síðar aðgang að gögnum frá öllum þátt-
tökulöndunum og vann svo ásamt hollenskum samstarfsmanni, J.
M. Houtkooper, úr þessum gögnum sem byggja á svörum meira
en 18 þúsund manns.13 Tíðni svara í hinum ýmsu löndum við
spurningum Greeleys má sjá í töflu sem hér er birt.
Við reiknuðum m.a. út hlutfall svarenda í hinum ýmsu lönd-
um sem töldu sig hafa reynt einhverja hinna þriggja tegunda dul-
rænnar reynslu. Á það má líta sem mælikvarða um útbreiðslu
dultrúar í viðkomandi löndum. Hæsta hlutfall reyndust Banda-
ríkjamenn og Italir hafa. Sextíu af hundraði þeirra töldu sig hafa
orðið fyrir a.m.k. einhverri ofannefndri reynslu. í þriðja sæti
voru Islendingar með 52% svarenda, þá Þjóðverjar með 49% og
Bretar með 48%. Þessar tölur gefa ekki til kynna að dultrú okkar
12 E. Noelle-Neumann og R. Köcher (1987). Die Verletzte Nation. Stuttgart:
Deutsche Verlags-Anstalt. - L. Halman, F. Heunks, R. de Moor og H. Zand-
ers (1987). Traditie, Secularisatie en Indwidualisering: Een Studie naar de
Waarden van de Nederlanders in een Europese Context. Tilburg: Tilburg
University Press. - S. Harding, D. Phillips og M. Fogarty (1986). Contrasting
values in Western Europe. London: Macmillan, in association with the
European Value Systems Study Group.
13 Erlendur Haraldsson og Joop M. Houtkooper (1991). „Psychic Experiences
in the Multi-National Human Values Survey." Journal of the American Soci-
ety for Psychical Research, 85, 145-65.