Skírnir - 01.04.1999, Síða 198
192
ÞÓRARINN HJARTARSON
SKÍRNIR
Þess vegna má spyrja hvort upphaf baráttunnar fyrir íslensku þjóðfrelsi
megi ekki rekja til þeirrar viðleitni Islendinga að verjast frjálslyndi
dönsku stjórnarinnar. Sjálfstæðisbarátta Islendinga væri því sprottin úr
jarðvegi frjálslynds umróts sem kollsteypti einvaldskonungum Evrópu,
en markmið íslendinga voru bara allt önnur en þau hafa oftast verið tal-
in.4
Þessari endurskoðun tilheyrir líka skýr boðskapur gagnvart um-
ræðu um þjóðernishyggju, sjálfsákvörðunarrétt þjóða og Evrópu-
samruna:
En sá lærdómur sem við getum dregið af þróun síðustu ára er hins vegar
ótvíræður, þ.e. sá grundvöllur sem þjóðríkið var byggt á er löngu brost-
inn [...]. Það varð til fyrir daga flugvéla, síma, útvarps, sjónvarps,
faxtækja og tölvupósts og ef söguleg þróun fengi að ganga sinn gang ætti
það að deyja með þeim aðstæðum sem skópu það.5
Ólafur Ásgeirsson lýsti í bók sinni Iðnbylting hugarfarsins
stjórnmálaátökum í landinu á fyrri hluta aldarinnar og hann dreg-
ur átakalínuna milli iðjusinna og varðveislusinna, þeirra sem efla
vildu iðnað og borgaralega atvinnuhætti og hinna sem andæfðu
þróuninni. Túlkun hans er í þá veru að miðstöð varðveislusinna
hafi verið í Framsóknarflokknum, allt frá stofnun hans, og hafi
þar í raun verið á ferðinni sama stefna og barðist fyrir viðhaldi
vistarbandsins og gegn þéttbýlismyndun á síðustu öld, hið aftur-
haldssama bændaveldi. I þessu ljósi hafi stéttaandstæður milli
auðvalds og vinnandi alþýðu haft minni háttar þýðingu. Hinir
sögulega framsæknu hafi löngum verið talsmenn iðnvæðingar á
einhverjum forsendum, með erlendu fjármagni ef svo bar undir,
en íhaldsmegin við átakalínuna hafi verið fulltrúar landbúnaðar-
hagkerfisins. Margfrægir sjónvarpsþættir Baldurs Hermannsson-
ar, Þjóð í hlekkjum hugarfarsins, lýstu þjóðarsögunni út frá þess-
ari skiptingu milli framsækinna og afturhaldssamra afla. Bók
Ólafs hefur verið nokkuð mótandi. Hann tengdi greiningu sína
4 Guðmundur Hálfdanarson. „Takmörkun giftinga eða einstaklingsfrelsi“.
TMM 47:4, 1986, bls. 466-67.
5 Guðmundur Hálfdanarson. Vikublaðið, 5. nóvember 1993.