Skírnir - 01.04.1999, Page 212
206
ÞÓRARINN HJARTARSON
SKÍRNIR
ferli sem þróast hafa sögulega samhliða þjóðríkjunum dragast svo gjör-
samlega aftur úr hinum yfirþjóðlega efnahagssamruna.20
Habermas skrifar þetta 1992, ári fyrir stofnun sameiginlegs
innri markaðar ESB, og metur málið fræðilega, hvort virkt lýð-
ræði sé þar mögulegt, burtséð frá skriffinnskutilhneigingum og
spillingu pólitíkusa og embættismanna. Hann bendir á það meg-
ineinkenni við samrunaferlið að efnahagsleg markmið ráði ein-
hliða ferðinni, það að skapa hið fjórfalda frelsi og flæði evrópska
markaðarins. Pólitískar og félagslegar breytingar eru fyrst og
fremst afleiðingar af þessu, nauðsynlegar til aðlögunar að hinum
efnahagslegu breytingum. Og Habermas segir að trygging þessa
fjórfalda frelsis sé
framkvæmd af evrópskum stofnunum sem hafa samtengst og myndað
þétt stjórnunarnet. Hin nýja skrifræðiselíta er ennþá formlega ábyrg
gagnvart ríkisstjórnum aðildarríkjanna. En í reynd er hún komin út úr
sínu þjóðlega samhengi. Stjórnvöldum í Brussel má sem best líkja við
þýska seðlabankann. Embættismennirnir mynda skrifræði sem er hafið
yfir lýðræðisleg ferli.
Fyrir þegnana birtist þetta sem sífellt stærri gjá milli þess að hlíta
áhrifum einhvers aðila og hins að hafa áhrif á þann sama. Æ fleiri að-
gerðir, sem samþykktar eru á yfirþjóðlegum grundvelli, hafa áhrif á æ
fleiri þegna á æ fleiri sviðum. Þátttaka borgaranna (hins virka hluta
þeirra) hefur hingað til verið bundin við þjóðríkið. Borgararnir hafa enga
skilvirka leið til að ræða evrópskar ákvarðanir eða hafa áhrif á ákvarð-
anatöku [...]. Það er ekki til neitt evrópskt almenningsálit.21
Vandi hinna nýju „Bandaríkja Evrópuþjóða" er ekki sá að
skapa heildstætt og samræmt hagkerfi, sjálfvirk þróun markaðar-
ins er nú þegar að sníða og móta það kerfi. Vandi þeirra er ekki
heldur sá að skapa skrifræðislega yfirbyggingu, ráðherraráð,
dómstól o. fl., sem sendir út reglugerðir til að sveigja samfélags-
hætti aðildarríkjanna að þessu hagkerfi. Einnig hún er þegar orð-
in að raunveruleika. Vandinn er hins vegar að skapa lýðræði sem
stjórnar þessari fjarlægu löggjöf og stjórnkerfi, lýðræði sem virk-
ar í þessari tröllauknu einingu ósamstæðra menningarsamfélaga.
20 Sama heimild, bls. 1.
21 Sama heimild, bls. 9.