Skírnir - 01.04.1999, Side 221
ÁSDÍS R. MAGNÚSDÓTTIR
Um „æðri veginn“
í verki Rabelais
Enn í tilefni af þýðingu Erlings E. Halldórssonar
Fran$ois Rabelais Claude Gaignebet
Gargantúi og Pantagrúll Á plus hault sens. L ’ésotérisme spirituel
Reykjavík 1993 et charnel de Rabelais
París 1985
í einni af RITGERÐUM sínum kemst Michel de Montaigne svo að orði að
sú merking sé ekki til sem mannshugurinn geti ekki fundið í þeim skrif-
um sem hann ákveður að rýna í. Hið fræga skáldverk Frangois Rabelais
um feðgana Gargantúa og Pantagrúel er ein þeirra ritmíða sem margir
hafa krufið í leit að merkingu - enda hvetur læknirinn Rabelais lesendur
sína heils hugar til slíkra aðgerða - en ekki ber öllum saman um hvert
„innihaldið" sé. Skáldsagan var gefin út fyrir nokkrum árum í íslenskri
þýðingu Erlings E. Halldórssonar, og eins og þýðandinn bendir réttilega
á er ekki hlaupið að því fyrir nútímalesendur að setja sig í spor höfund-
arins og samtímamanna hans.1 Verkið kom upphaflega út í fimm hlutum,
eða bókum, á árunum 1532 til 1564, og endurspeglar víðtæka þekkingu
húmanistans. Sögulegum fróðleik, fornri heimspeki, grasafræði, landa-
fræði, læknisfræði, stjörnufræði, goðafræði, kristnum fræðum og klass-
ískum bókmenntum ægir saman í gamansamri frásögn, sem er í senn
hörð ádeila á kirkjuna, stríð, hjátrú og menntun eins og hún tíðkaðist á
miðöldum. Riddarasögur og kappakvæði setja einnig svip sinn á verkið
og sama gildir um þjóðsögur, en þaðan koma nokkrar af helstu sögu-
persónum Rabelais. Sumar þeirra sótti hann í lítið kver sem ber heitið
Les Grandes et Inestimahles Cronicques du grant et énorme géant
Gargantua (Hinar miklu og óviðjafnanlegu krónikur um hinn stóra og
ógurlega risa Gargantúa) og kom líklega út um svipað leyti og Panta-
grúel. Þar skapar hinn fjölvitri Merlínus spámaður risana Grant Gosier
(Stóra-Háls) og Galamelle úr hvalbeinum, en Gargantúa sonur þeirra
gengur í þjónustu Arthúrs konungs og vinnur frækilegan sigur á óvinum
hans. I formála sínum að Pantagrúel lofar höfundurinn ágæti þessarar
1 Erlingur E. Halldórsson, „Að þýða Rabelais", Tímarit Máls og menningar
57/1 (1996), bls. 93-96.
Skírnir, 173. ár (vor 1999)