Skírnir - 01.04.1999, Page 229
SKÍRNIR
UM „ÆÐRI VEGINN“ í VERKIRABELAIS
223
táknum frímúrara heldur einnig og ennfremur á hið skæða vopn sem
sonur Gargantúa beitir óspart: þorstann. Þegar Pantagrúel fæðist er jörð-
in að skrælna úr þurrki og mennirnir úr þorsta. Þannig útskýrir Rabelais
nafn hans:
panta. á grísku þýðir allur og grúel (eða grúll) á serkneskri tungu
merkir þyrstur; og vildi hann með því gefa í skyn að á fæðingar-
stundu drengsins hafi allur heimurinn verið afar þyrstur, og jafn-
framt sá hann af sagnaranda að sonur sinn myndi dag einn drottna
yfir öllum þyrstum mönnum [...]. (bls. 173)
Pantagrúel lítur dagsins ljós á hundadögum, en þetta heitasta tímabil árs-
ins er mikilvægur hluti af þeirri heimsmynd og tímakerfi sem karnívalið
tilheyrir. Þá er meðal annars messudagur heilags Jakobs frá Kompóst-
ellu, en yfirnáttúrulegir hæfileikar hans beinast einnig að hálsinum. Á
miðöldum lagði straumur pílagríma leið sína til Kompóstellu um hinn
svokallaða Heilags-Jakobsveg, sem talið var að væri jarðnesk eftirmynd
vetrarbrautarinnar. Samkvæmt túlkun Claude Gaignebet er langt og
strangt ferðalag Pantagrúels, Panúrgs og félaga til véfréttar hinnar
heilögu Flösku af sömu rótum runnið og endurspeglar ferð þeirra um
himinhvolfið. Við annað hlið himins er hof hinnar heilögu Flösku sá
merki áfangastaður þar sem leiðangursmönnum er boðið að drekka úr
lífsbrunninum. Þar fær Panúrg endanlegt svar við spurningu sinni, sem
enginn getur svarað nema hann sjálfur, og þar eru þeir félagar leiddir í
sannleika um guðlegan uppruna sinn og mátt til að breyta vatni í vín, í
eiginlegri og óeiginlegri merkingu, því á þessum stað í tíma og rúmi er
hið efra eins og hið neðra.
Þrátt fyrir efasemdir um æðri merkingu verksins, viðurkennir Guy
Demerson réttmæti túlkunnar Claude Gaignebet í nýlegu riti sínu um
Rabelais. Hitt er svo annað mál, segir hann, hvort Rabelais hafi tekið
þessa hjátrú alvarlega þegar allt kemur til alls.15 Því verður seint svarað
enda felst það ekki í hvatningarorðum höfundar að lesandi „brjóti bein“
til að komast nær Rabelais sjálfum heldur innihaldi og æðri merkingu
skáldsögunnar. Of langt mál yrði að rekja hér frekar flóknar en forvitni-
legar skýringar Claude Gaignebet, en rannsóknir hans hafa varpað nýju
ljósi á hugarheim karnívalsins og þær hafa einnig sýnt að Rabelais þekkti
sögu daganna mæta vel. Þær hafa það þó ekki síst til síns ágætis að setja
skáldsöguna í samhengi við hugsun og heimsmynd sem fáum eru kunn-
ugar, og auðvelda þannig „auðmjúkum trektum" okkar tíma að gleypa í
sig þetta meistaraverk.
15 Demerson: Frangois Rabelais, bls. 216.