Skírnir - 01.04.1999, Síða 231
SKÍRNIR
TVÍRÆÐNI TUNGUNNAR
225
því að týna hugtakinu í oftúlkuðu eða oftúlkandi póstmódernísku frjáls-
lyndi.
Kaflinn „Frá Babel til Bessastaða. Þættir úr sögu þýðinga" þjónar
líka þessu hlutverki, því hér er, eins og titillinn bendir til, fyrst og fremst
verið að skoða túlkun hugtaksins „þýðing“ allt frá hinum klassíska upp-
hafspunkti þýðingafræðanna til 19. aldar þegar hugmyndafræði frum-
leikans er „þýdd“ inn í íslenska menningu. Athyglisverðasta framlagið í
kaflanum er hugmyndin um þýðingamenningu síðmiðalda, þar sem bent
er á hin óljósu skil milli þýðinga og frumtexta á þeim tíma. Tilgangurinn
er að sýna að hugmyndin um frumtexta hefur ekki alltaf verið jafn skýr
og menn oft ætla. Þetta kemur glögglega fram í næsta kafla þar sem rætt
er um frumtexta og jafngildi; en hugmyndin um þýðingamenningu er
ekki síður spennandi þegar litið er einmitt til þess tíma sem við lifum
núna. Sú spurning vaknaði við lesturinn hvort eitthvað sé í raun og veru
til sem heitir íslensk samtímamenning? Og er hún þá ekki íslensk að því
leyti að hún hefur verið þýdd, endursköpuð? Sumum kann að þykja
spurningin út í bláinn, en hversu mikill hluti þeirrar menningarneyslu
sem fram fer á íslandi á rætur í alíslenskum jarðvegi? Einu gildir hvort
menn líta til fjölmiðla, lista eða vísinda, innflutningurinn er stórfelldur
og yfirgnæfir reyndar allt sem uppruna sinn á innanlands. Sjónvarpsefni,
kvikmyndir, bækur eru að miklu ef ekki mestu leyti þýðingar og jafnvel
þótt einhver vildi hér andmæla og segja að íslenskir höfundar séu samt
sem áður máttarstólpar íslenskrar bókaútgáfu, þykist ég viss um að þeir
hafa svipast um í heimsbókmenntunum til að finna sér fyrirmyndir eða
strauma sem þeim þykir vert að fylgja. Islensk samtímamenning er þýð-
ingamenning í stóru sem smáu og breytir engu þótt menn fari í gegnum
nokkrar íslendingasögur og eddukvæði til viðbótar við Jónas og
Matthías í framhaldsskóla. Menn vilja kannski trúa því að til sé það sem
Sigurður Nordal nefndi samhengi í íslenskum bókmenntum (og þar með
„íslenskri" menningu) og það nægi síðan til að rekja þráðinn áfram til
dómsdags, en þeir eru vísast að rekja ímyndaðan þráð óskhyggju, því
vafalaust mætti setja mörg spurningarmerki við hið svokallaða samhengi
og enn fleiri við þá óskhyggju að fram verði rakið eins og ekkert hafi í
skorist. Reyndin er sú að samhengið er falið í samhengi tungumálsins við
fortíð sína og samtíð og loki menn augunum fyrir því að opinber birting
þessa máls er í víðum skilningi að miklu leyti þýðing, þá eru þeir í raun
að leika sama leikinn og tröllskessurnar með fjöreggið í þjóðsögunni.
Kaflinn um frumtexta og jafngildi snýst, eins og nafnið bendir til, um
þessi tvö grundvallarhugtök þýðingafræðinnar. í umfjöllun sinni um
frumtextann tekur Ástráður einkum fyrir kenningar Friedrichs Schleier-
machers, sem margir telja föður nútímatúlkunarfræði og jafnframt þýð-
ingafræði. Útlegging Ástráðs á kenningum útleggjarans mikla er meira
en kynning á helstu kenningum hans í þýðingafræðum, því að í raun