Skírnir - 01.04.1999, Page 240
234
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR
SKlRNIR
keilum og náttúrulegum geómetrískum formum á borð við iðu, líkt og í
júgóslavneska peysuverkinu.* * * 5
í öðru lagi fylgja öllum fataverkunum kort eða dreifibréf sem send
eru til einstaklinga innanlands og utan. Kortin hafa að geyma viðbótar-
upplýsingar, sem vísa til þess hvernig verkið er hugsað eða attlað að
virka, fremur þó í ætt við opnar hugmyndatengingar en eiginlegar út-
skýringar. Vísbendingar eða „tengingar" kallar höfundur þær. Á kortinu
sem tengist júgóslavneska peysuverkinu „Iður“ (af iða) eru til að mynda
tvær ljósmyndir úr náttúrunni, önnur af íslensku fjalli og hin af gulrófu.
Við kaflaskil í þessari grein eru teikningar listakonunnar sem sýna
nokkrar gerðir af „náttúrulegum" iðum.
í þriðja lagi var allt ferli verksins, frá því efnið var keypt, vinna við
snið, saumaskap, svo og þrykkingu geómetrískrar teikningar á peysurn-
ar, og allt þar til flíkunum var dreift til stríðshrjáðra flóttamanna í
Júgóslavíu, tekið upp á myndband sem „heimild um það þegar verkið
átti sér stað“.6 Myndbandið gegnir því hlutverki eins konar ramma, eða
„myndbyggingar", sem heldur öllum þráðum verksins saman. Myndirn-
ar á forsíðu Skírnis eru úr þessu myndbandi. Þær sýna annars vegar þeg-
ar verið er að ganga frá peysunum hér heima og hins vegar þegar verið er
að taka þær upp ytra.
Rætur í geómetríu
Rætur og upphafshugsun flestra verka Ráðhildar liggja í geómetrískum
eða rúmfræðilegum teikningum sem verða til á vinnustofu hennar við
Suðurlandsbraut. „Aðallega af því að mér þykir gaman að teikna geó-
metríu", segir Ráðhildur. Áhuga hennar á rúmfræðilegri hugsun í mynd-
list, oft tengdri stjarnfræði, má rekja til námsára hennar í Englandi á ní-
unda áratugnum.7 Þar kynntist hún m.a. svokölluðum rúmfræðilegum
vörpunum (projective geometry) og samvinnu myndlistarmanna og
stærðfræðinga.
Samband stærðfræði og myndlistar er síður en svo nýtt í sögunni. Sú
hugmynd að stærðfræðilegir útreikningar eigi að varða veginn til fegurð-
ar í listum er að minnsta kosti 500 ára gömul; fegurð byggðist m.a. á út-
reikningum um rétta myndbyggingu, hlutföll, dýpt, línulega fjarvídd og
flíkurnar stóð eftirfarandi: „Þann 11. apríl 1996 fór halastjarnan Hyakutake
fram hjá stjörnunni Algol. í dag, 11. apríl 1997, fer halastjarnan Hale-Bopp
fram hjá sömu stjörnu. Brautir þeirra skerast með nákvæmlega árs millibili."
5 Utanmyndaður spírall er myndaður af plönum eða línum utanfrá, úr lofti, en
innanmyndaður spírall af línum út frá einum punkti innanfrá.
6 Viðtal höfundar við listakonuna í febrúar 1999. Allar beinar tilvitnanir í grein-
inni eru úr þessu viðtali.
7 Við Emerson College og Hertfordshire College of Art and Design.