Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 19
HRÓLFUR ÞORSTEINSSON
En samvistum okkar Hrólfs var ekki þar með lokið. Vorið 1946
réðst ég varðmaður með Jökulsá eystri á Hofsafrétt og var þar til 1949,
að „beinskorinn var hver bændakind milli Blöndu og Héraðsvatna".
Sumarið 1946 var Hrólfur með mér í verðinum frá 16. sumarhelgi, og
höfðum við aðsetur í Orravatnsrústum. Fleiri sumur var hann eitt-
hvað, en ég get ekki tiltekið það nánar, vegna þess að dagbækur
mínar hef ég ekki við hendina, þegar þetta er skrifað. Þessi haust öll
leituðum við Nýjabæjarafrétt og vorum alltaf búnir að leita svasðið
fyrir framan Geldingsá, þegar Eyfirðingar komu, Gunnar á Tjörnum
og maður með honum. Þeir smöluðu svo með okkur frá Geldingsá og
út að Fossá, en þar drógu Eyfirðingar sitt fé úr og ráku norður
Vatnahjallaveg.
Eins og áður er sagt, var Hrólfur árrisull mjög, og smndum var
hann farinn á vörð, þegar ég vaknaði, ef til vill fyrir löngu, en
varðsvæði okkar voru ekki í beinum tengslum. Hrólfur hafði varð-
svæði norður Keldudal og út á Ása, en ég frá Orravatnsrústum til
jökuls. Nokkuð af fé var á svæðinu norður frá Laugarfelli austan
Jökulsár, og höfðum við ekki afskipti af því, nema það færi vestur
fyrir Hnjúkskvísl sunnan Jökulsár. Ég fór oft um það svæði til að líta
eftir slóðum. Eitt kvöld, þegar ég kom af verðinum, hafði Hrólfur
sögu að segja. Hann hafði farið austur yfir Jökulsá, ég held bara að
gamni sínu. Hann mun hafa langað til að sjá ærnar frá Tjörnum, sem
undu þar sælar á sumri, margar með lömbin sín ómörkuð, því þær
höfðu tekið sumarið snemma og strokið til fjalls fyrir burð. Hrólfur
hafði séð á með lambi á Geldingsárdrögum, sem honum þótti grunsam-
leg. Hún var máluð á hom með merki, sem ekki átti við á þessu
svæði, og svo voru ærin og lambið sárfætt, og er það óvanalegt með
sauðfé. Til öryggis ákvað Hrólfur að taka þessar kindur fastar og lét
þær inn í kofann Grána við Geldingsá.
Hrólfur var vel búinn í vörðinn og hafði með sér markaskrá Eyja-
fjarðar- og Þingeyjarsýslna. Hann var markglöggur vel, þó ekki væri
hann jafnoki Marka-Leifa í þeim fræðum. Þegar að var gáð, hafði
rolla sú hin sárfætta haft nokkuð fyrir lífinu þetta sumar og sveimað
yfir hraun og eyðisanda. Hún var norðan úr Mývatnssveit. Ekki gátum
við haft samband við varðstjóra, hvað gera skyldi í þessu máli, svo ég
17