Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 131
SALA HÓLASTÓLSJARBA
Mið-Grund keypti hvorttveggja, jörðina á 92 rd. og kúg. á 12 rd. 48
sk. — Um greiðslu jarðarinnar sjá Flugumýrarhvamm.
23. Mið-Grund með Grundargerði
Dýrl. 60 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. 1. — Ábúandinn, Stein-
grímur Höskuldsson, keypti hvorttveggja, jörðina á 300 rd. og kúg. á
12 rd. 48 sk. Steingrímur bjó á Mið-Grund 1801—1813, en áður á
Bjarnastöðum. — Lsk. 1805 6 rd. 72 sk. — Fyrsta greiðsla 1805, 120
rd. 48 sk., en lokagreiðsla 1809, 206 rd. í Sögu frá Skagfirðingum
segir, að það ár hafi Steingrímur og Ari læknir á Flugumýri lent
í landaþrætumáli, en svo samdist með þeim, að Steingrímur seldi
Ara Mið-Grund og Syðstu-Grund (fyrir 392 dali, segir í Ævisögu
Jóns Espólíns, en skv. Jarða- og búendatali fór sala þessi fram 1807—
08). Steingrímur var þá orðinn allskuldugur og hafði látið allar jarðir
sínar. Hann bauð Espólín þá „... fé sitt til framfæris, en lítið varð
af því, gekk það til baka síðan." Svo segir í ævisögu Espólíns. En
e. t. v. er þarna skýring á því, hvers vegna Espólín lauk greiðslum
Steingríms, er hann lézt 1813-10
24. Yzta-Grund
Dýrl. 40 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. U/2- — Guðmundur
Jónsson í Stóradal í A-Hún. keypti jörðina á 250 rd. og greiddi verð-
ið 1805. Kúg. keypti Einar Jónsson, er bjó á Yztu-Grund 1800—1803,
á 12 rd.
25. Þverá með Kirkjugerði
Dýrl. 44 hundr., lsk. 1 hundr. 60 áln., kúg. 1 Vi- — Ábúandi 1782—
1828, Jón Illugason, keypti jörðina á 120 rd. og kúg. á 13 rd. Fyrsta
greiðsla 1806, 61 rd. 12 sk., lokagreiðsla 1812, 25 rd. 48 sk. —
Árin 1828—1850 bjó á Þverá Jón Jónsson, Illugasonar, og átti hann
Vi jörðina 1842.
129
9