Skagfirðingabók - 01.01.1970, Side 28
SKAGFIRÐINGABÓK
fætt, hvort heldur móðirin hefur það síðan kæft ellegar hengt, sem
nefndur chirurgus hefur grunsamt af því fari, sem sjá mætti aftan á
hálsi barnsins jafnvel að viku liðinni, og sem svaraði snæris eður og
bryddingar-fari af peysunni. Samanberi menn nú illverk þetta við þau,
sem forordningin af 16. Octobr. 1697 upptekur, nefnilega að myrða
sinn ægtamaka, herra eður hússbónda, frú eður matmóður ellegar þeirra
börn með sínum vilja og ásetningi, þá verður því ekki neitað, að það
morð sem Ingibjörg hefur á sínu lífs-afkvæmi framið, má maklega
virðast fullkomlega eins ónáttúrlegt og ókristilegt. Það verður ei held-
ur varið, að þetta illvirki sýnist að miklu leyti mega heimfærast til
þeirra, er forordn. af 7. febr. 1749 tiltekur, því engin manneskja kann
saklausari að finnast, og enginn, sem síður geti nokkrum um morð-
ingja orsök eður tilefni til illræðis gefið en eitt ungbarn; ekki að tala
um hvörsu gangstætt það er einnar móður náttúrlegum kærleika og
skyldu við sitt eigið lífsafkvæmi, með ásettu ráði að taka það af dög-
um, sem Ingibjörg Jónsdóttir vel hefur vitað, því bæði er henni af
seinasta húsbónda liennar og eins af prestinum síra Guðmundi Sig-
urðssyni á Barði í Fljótum,1 í hvörs sóknum hún er fædd og uppalin,
hvar hún einninn mest allan sinn aldur dvalið hefur, og eftir hennar
eigin meðkenningu hér fyrir Lögþingisrétti til altaris tekin verið sein-
ast í fyrra vor, góður vitnisburður gefinn um hennar gott og mein-
laust framferði.
En svo passandi og forþént sem straff áðurgreindra fororðinga eftir
þessum ástæðum hér má virðast, svo aðgætnisvert er þar á móti, vegna
þeirrar skyldu er á dómurum liggur að virða þeim sekuðu stórbrota
mönnum sem mest til málabóta, þar sem einhverjar afsakandi ástæður
finnast:
lmo. Að lögin allteins vilja að ströffin ákvarðist eftir tilgangi og
hugarfari þess sekaða, eins og eftir stærð og mikilleik illvirk-
isins.
2do. Að fororðning af 18. Decembr. 1767 samanborin við fororðn.
af 7. Febr. 1749 sýnir ljóslega að síðastnefnd fororðn.: hafi eink-
1 Síra Guðmundur Sigurðsson var prestur í Barðs- og Stóra-Holtssókn á ár-
unum 1748—1796.
26