Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 200

Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 200
SKAGFIRÐINGABÓK Höfðavatn fyrrnefnt er utarlega á ströndinni, sunnan og austan undir Þórðarhöfða. Það er stærsta vatn í Skagafirði, um 12—13 km2. Fjórir bæir eiga land að vatninu, Bær, Mannskaðahóll, Vatn og Höfði. Tölu- verð veiði er í Höfðavatni, sérstaklega veiddist mikið á Höfða, en þar í vatninu var talið að silungurinn hrygndi. Helztu aðrennsli í vatnið eru Höfðaá, er kemur úr samnefndum dal, Gljúfurá, er rennur á milli Höfða og Vatns, Hólsós og Urriðalækjarós. Eitt sinn kom til orða að gera höfn í Höfðavatni. Var það Jóhann Sigurjónsson skáld frá Laxamýri, er stóð fyrir því. Komst það svo langt, að keyptar voru þrjár jarðir við vatnið: Bær, Mannskaðahóll og Vatn. En svo féll Jóhann frá, og gengu þá jarðakaupin til baka.1 Þórðarhöfði liggur, eins og áður segir, norðan og vestan við Höfða- vatnið. Hann er 5 km2 að stærð og hækkar í sjó fram. Þar sem hæst ber, er hann 202 m. Heitir þar Herkonuklettur. Grösugt er í Höfðan- um og góð fjörubeit. Sunnan og austan eru svonefndar Búðarbrekkur. Er þar gróðursæld mikil, og vex þar mikið af blómjurtum. í Búðar- brekkunum eru þrír móbergsklettar, og var þar talin huldufólksbyggð. Átti einn að vera kirkja, annar bústaður og hinn þriðji sölubúð, sbr. hina kunnu þjóðsögu af bóndanum á Þrastarstöðum. Tilsýndar er Þórðarhöfðinn eins og eyja, en hann er tengdur landi með tveimur malarrifum: Bæjarmöl, sem liggur frá norðri til suðurs og kemur í Höfðann vestast, og svo Höfðamöl, sem liggur frá vestri til austurs og tengir hann við land jarðarinnar Höfða, en Þórðarhöfði er eign hennar og Bæjar. 1 I Lesbók Mbl. 15. febr. 1970 er grein eftir Björn Jónsson í Bæ um Höfða- vatn og hugmyndina að hafnargerð þar. Segir Björn, að Gústaf Grönvold, síldarkaupmaður á Siglufirði, hafi fengið áhuga á hafnargerð þarna og gert samning þar að lútandi við eiganda Bæjar árið 1916. En Grönvold lézt stuttu síðar, og ekkjan afsalaði sér tilkalli til landspildu þeirrar við Höfðavatn, sem keypt hafði verið. — Þann 15. maí 1919 keypti „danskt-íslenzkt milljóna- félag, sem fékk nafnið Höfðavatn" jarðirnar Bæ, Mannskaðahól og Vatn fyrir samtals 130 þús. kr. í því skyni að koma upp hafnarmannvirkjum við vatnið. Umboðsmaður félagsins „og áreiðanlega aðaldriffjöður var Jóhann Sigurjóns- son skáld." Hann lézt 31. ágúst 1919, „og þar sem ekki var staðið við gerða samninga, gengu öll kaup á jörðunum til baka og urðu þær eign fyrrverandi eigenda", segir Björn í grein sinni. (H. P.). 198
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Skagfirðingabók

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagfirðingabók
https://timarit.is/publication/1154

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.