Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 94
SKAGFIRBINGABÓK
syni: var Hannes í vinnumennsku hjá þeim fyrst, en síðan mörg ár í
Villinganesi hjá Jóni bónda Guðmundssyni.1
Þórey varð ekkja eftir seinni mann sinn árið 1898, og fylgdust þau
systkin að upp frá því, voru lengst af í húsmennsku, en þó bjó Hann-
es á parti í Villinganesi árin 1897—1899, og var Þórey ráðskona
hans.
Frá Villinganesi fluttust þau systkinin í húsmennsku að Lýtings-
stöðum, en að Neðrakoti vorið 1900. Þar var þá samtíða þeim Mar-
grét Ólafsdóttir,2 systir Herdísar, sem bjó með Sigurði í Syðra-Vall-
holti, og Sigríðar, sem seinna var hjá Daníel í Mikley. Hannes hafði
aldrei verið við kvenmann kenndur, en hann vissi deili á Margréti, því
hún hafði áður verið vinnukona í Litluhlíð og á Lýtingsstöðum sam-
tímis honum þar, og fór nú svo, að hann trúlofaðist henni. Heyrði ég
sagt, að búið hefði verið að miklu leyti að undirbúa giftingu þeirra,
en þá kom það fyrir, sem enginn átti von á, að Hannes sleit öllum
félagsskap við Margréti. Það var reynt að leita að ástæðu til þessara
veðrabrigða, og sumir vildu halda, að þetta væri fyrir áhrif frá öðrum,
en þeir vissu, sem þekktu Hannes bezt, að í tilviki sem þessu var
algerlega vonlaust fyrir þriðja mann að reyna að hafa áhrif á hann.
Þarna hlýtur hann að hafa orðið einhvers var hjá konuefninu, sem
honum féll ekki, annað kemur ekki til greina, maðurinn var það stíf-
ur og einráður.3
1 Hannes er skráður „léttadrengur" fyrsta ár sitt á Hofi (1876), en siðan
„vinnumaður" öll búskaparár Þóreyjar þar. Hann var ekki nema stuttan tíma
á Tunguhálsi, því 1887 er hann í vinnumennsku á Bústöðum og siðan í Vill-
inganesi samfleytt árin 1888—97. — Þáttur af þeim Lárusi Þorsteinssyni og
Þóreyju er í Skagf. æviskrám II. (H. P.).
2 Við húsvitjun í árslok 1900 er Margrét skráð „lausakona", 34 ára gömul.
(H. P.).
3 í jólablaði íslendings 1957 er löng frásögn eftir Jóhannes Örn Jóns-
son, er hann nefnir „Æskuleiftur frá aldamótum." Þar rifjar hann upp kynni
sín af þeim systkinum, Hannesi og Þóreyju, frá þeim missirum, er þau voru í
húsmennsku í Neðrakoti, getur um Margréti Olafsdóttur og tilhugalíf Hann-
esar og hennar. Hann segir, að Margrét hafi verið „dugleg og samheldin og
talin býsna loðin um lófana", og lýsir henni að öðru leyti þannig: „Hún var
glaðlynd stúlka, létt í máli, sæmilega greind og hafði gaman af söng og söng
92