Skagfirðingabók - 01.01.1970, Page 169
FRÁ EINUM DALAKARLI
hann fór að Nýjabæ var brúðkaup haldið í Flatatungu á Kjálka. Þar
var hann meðal gesta, svo og Guðrún Jónsdóttir húsfreyja í Sölvanesi.
Þegar fólk bjóst til heimferðar, kallaði hún til Sigurðar og bað hann
að leggja söðulinn á hest sinn, er stóð þar nærri. Sjálf sat Guðrún í
söðlinum, þar sem hann lá í grasinu, og hélt á ungum fóstursyni í
fanginu. Nýjabæjarbóndi gegndi kallinu og spurði: „Hvar er söðull-
inn?" „Hann er hér," anzaði konan og sat sem fastast, en lét þó lausan
drenginn. Guðrún var kona þung í sæti, sögð um 18 fjórðungar eða
nálægt 180 pund. Sigurður greip um söðulinn og slengdi honum með
Guðrúnu í upp á hestinn léttilega.
Eftir að Sigurður hætti búskap á Nýjabæ, var hann einn í förum.
Hann bjó ár í Skálahnjúk og annað í Mælifellsseli, húsmannsbýli á
Mælifellsdal, er reist hafði verið á gömlum seltóftum áratug fyrr; ligg-
ur það einna hæst yfir sjó allra skagfirzkra býla, og hefur enginn
haft þar setu eftir hann, né heldur í Skálahnjúk, en þangað vildi Sig-
urður komast á nýjan leik, er hann gerði ferð sína út í Sauðárhrepp
sem frá segir í upphafi.
Léttur var farangur Sigurðar gamla Árnasonar, þegar hann gisti á
Ingveldarstöðum og vildi „komast í Hnjúkinn" aftur, sem aldrei varð.
En vasahníf átti hann góðan og flugbeittan og hafði yndi af að sýna
fólki kosti hans. „Þessi bítur á mat," sagði hann drjúgmáll. Ef undir
það var tekið og sagt: „Þessi bítur," bætti hann við: „Hann bítur á
mat". Og væru orð hans eftir höfð og sagt með áherzlu: „Þessi bítur á
mat," drundi í eigandanum: „Já hann bítur á mjúkan mat".
Heldur virtist mönnum efnin gengin af Sigurði karli, þegar hér var
komið ævinni og fátt eftir annað en smalahundur hans, svartur á haus
og bol, en hvítur á löppum, kallaður Spori, og ein golmóótt forustu-
ær ferhyrnt. En átt hafði hann forustufé áður með bjöllum og klukk-
um.
Seint í júnímánuði 1879 sést maður á leið ofan Norðurárdal með
smásleða í eftirdragi og tekur stefnu á Silfrastaði. Einhver flutningur
er á sleðanum, vafinn í gamalt brekán. Svell eru ekki úr jörð, en þó
auð höft með köflum, og þar kemur maðurinn ekki sleðanum við og
167