Skagfirðingabók - 01.01.1970, Qupperneq 98
SKAGFIRBINGABÓK
ekki sízt vegna hinnar einhæfu stefnu, sem alltaf var rekin í aðalat-
vinnuveginum, landbúnaðinum. Reynt var að nota gróður landsins svo
sem mögulegt var án þess að rækta nokkuð í staðinn, og afleiðingin
var minnkandi gróðurlendi. Þessi stefna, að lifa af landinu, byggðist
meðfram á því, hve samgöngur voru strjálar vegna einokunarinnar,
sem bannaði öðrum en Dönum að eiga nokkur skipti við íslendinga,
og svo vegna þeirra takmörkuðu möguleika, sem landið bauð upp á.
Jafnframt því, sem landinu hnignaði, jókst kostnaðurinn við stóls-
haldið bæði í Skálholti og á Hólum. Auk biskups, dómkirkjuprests og
staðarráðsmanns voru skólar á báðum stöðunum, og til þeirra þurfti
að kosta kennara, auk þess aðstoðar- og vinnufólk við stólsbúin, við-
hald húsa o. fl. o. fl., og svo hafði Hólastóll lengi prentsmiðju á sínum
vegum. Ollu þessu fylgdi auðvitað mikill kostnaður, sem sífellt varð erf-
iðara að mæta vegna vaxandi neyðar landsmanna. Var svo komið, að
1780J var skipuð nefnd til að rannsaka fjárhagsmál beggja stólanna.
Upp úr þeirri nefnd var svo önnur sett á laggirnar 17835, en þær
hörmungar, er þá gengu yfir rétt á eftir, gerðu störf hennar að engu.
Norðlendingar höfðu að vísu sloppið við landsskjálftann 1784, en aftur
á móti höfðu harðindin 1780—1784 komið verr niður á þeim, auk
þess usla, sem fjárpestin hafði valdið. Þetta kom því verr við Hóla-
stól, sem tekjur hans voru svo til eingöngu af landbúnaði. Skálholts-
stóll átti alltaf nokkrar útræðisjarðir, sem gátu dregið úr mesta högg-
inu, auk þess sem Austfirðingar og Vestfirðingar höfðu að mestu
sloppið við fjárskaðann. Þeirri hugmynd var enda talsvert hreyft, að
leggja bæri Hólastól og -skóla niður um leið og það var gert í Skál-
holti, en er slíkt mætti andspyrnu ýmissa framámanna fyrir norðan,
varð ekki af því um sinn, en í staðinn ákveðið af nefndinni frá 1783,
að stóllinn skyldi fá 700 rd. árlega, þar til henni hefði tekizt að finna
þá lausn á málefnum hans, að hann gæti staðið á eigin fótum.fi
í maí 1789’ gaf stjórnin út mikla reglugerð varðandi stjórn skólans
og fyrirkomulag allt á stólnum, jafnvel mataræði nemenda. Ekki þótti
reglugerð þessi merkileg að neinu leyti, enda var henni hent tveim ár-
um seinna,8 að ósk þeirra biskups og amtmanns og upp tekin reglu-
gerðin frá 17677' Sama ár var hætt að veita stólnum 700 rd. styrkinn,
enda hafði hagur hans þá batnað til mikilla muna, að vísu án þess, að
96